Námskeið á íslensku

saumað út
saumað út

Saumað út í prjón - Gunnlaug Hannesdóttir

Langar þig að skreyta fallega peysu með útsaumi eða áttu prjónaflík sem þarf að flikka aðeins upp á?

Útsaumur býður upp á endalausa möguleika til skreytinga og viðgerða á prjónlesi og er tilvalinn til að hressa upp á litlausa flík, fela blett eða laga göt.

Þátttakendur læra ýmis útsaumsspor og hver og einn velur hvaða spor henta hverju verkefni. 

Á námskeiðinu verða kennd a.m.k. 5 gerðir af útsaumssporum.  Notaður verður pappír sem hverfur í vatni við útsauminn. Þátttakendur læra að nýta innblástur til að sauma út í prjónles, finna út hvernig endanleg útkoma verksins verður og þar með skapa sitt eigið listaverk. 

Reglulega verður stoppað og gerðar teygjuæfingar m.a. fyrir hendur.

Efniskostnaður er innifalinn í námskeiðsgjaldinu og fá þátttakendur: ullarefni sem æfingarstykki fyrir útsaumsspor, hverfiefni/pappír - til að teikna mynstur á og sauma eftir og eysist upp í vatni og garn til að sauma með.

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 9 - 12

Kennari: Gunnlaug Hannesdóttir

Taka með: Það er um að gera að taka með gamlar prjónfestuprufur eða annað prjónles sem ykkur langar til að prófa að sauma í.

Tungumál: Íslenska

 

Vörunúmer
Verð
14.400 kr.
10 Í boði