Vatnsdæla á Refli

Vatnsdæla á Refli er verkefni Jóhönnu E. Pálmadóttur og staðsett í Kvennaskólanum. Þar er verið að sauma Vatnsdælasögu á refil sem verður að verki loknu 46 metra langur. Saumað er með hinum forna refilsaum og geta allir áhugasamir sett sig í samband við Jóhönnu varðandi bæði kostnað og tímasetningar.

Byrjað var á reflinum árið 2011 og voru teikningar unnar af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur í samstarfi við nemendur í Listaháskóla Íslands. Þátttakendur fá kennslu í refilsaumi, kynningu á sögunni og verkefninu og nafn sitt ritað í bók. 

Vatnsdæla á Refli er á Facebook. 

 
Ljósmynd: Textílmiðstöð.