Samstarfsverkefni 2020

CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Þátttakendur voru 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kaupmannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. Heimasíða verkefnisins: www.centrinno.eu

Alþjóðlegt samstarfsverkefni og uppbygging textíls á Blönduósi |  Textílmiðstöð Íslands

Viðhorf bænda til ullarinnar 2020: Sumarið 2020 lauk skoðanakönnun á vegum Textílmiðstöðvar Íslands um viðhorf bænda til ullarinnar. Ýmis tækifæri liggja í notkun og meðhöndlun á ull, en hver er áhuginn á úrvinnslu á ullinni? Má bæta ullina og þá hvernig? Hvað finnst bændum um ullarverðið? Skoðanakönnun var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og sent út sumarið 2020. Þýði könnunarinnar samanstóð af þeim sauðfjárbúum sem skráð eru í Landssamtök sauðfjárbænda, alls 1080 býlum. Alls bárust svör frá 572 býlum eða 53% sauðfjárbúa. Niðurstöður sýna m.a. að stórt hlutfall svarenda hefur áhuga að fræðast meira um ull, meðferð ullar og einnig hvernig hægt er að auka verðmæti ullarinnar. Verkefnið var styrkt af Framleiðnisjóð landbúnaðarins 2.800.000.- og verkefna og viðburðasviði sjávar- og landbúnaðarráðherra 300.000.-. Lífsferilgreining á framleiðsluþætti íslensku ullar var styrkt af verkefna og viðburðasviða ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 100.000.-. Sjá einnig umfjöllun í Bændablaðinu og fleiri upplýsingar hér á heimasíðuMá nálgast skýrsluna hér. 

Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð / HönnunarMars 2020: Textílmiðstöð Íslands stoð fyrir sýningunni ,,Hefðbundin munstur í stafrænni framtíð“ á HönnunarMars 2020. Sýningin var staðsett að Hverfisgötu 82, Bismút gallerí í Reykjavík, þar sem voru kynntar tvö verkefni sem sýna fram á möguleika stafrænnar tækni í vefnaði og hönnun: ,,Bridging Textiles to the Digital Future“, rannsóknaverkefni Textílmiðstöðvarinnar sem lauk í september 2020, og ,,Nýsköpun í textíl", samstarfsverkefni Myndlistaskólans í Reykjavík og Textílmiðstöðvarinnar sem hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2019. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði nýjan stafrænan gagnagrunn í vefnaði sem er aðgengileg hér á heimasíðu

Flokk till you drop 2020: Flokkunarstöð, rannsóknarstöð og listaverkstæði í Hönnunarsafni Íslands. Heiti verkefnisins ,,Flokk till you drop" vísar til og er ádeila á orðatiltækið Shop till you drop. Það stuðlar að því að efla vitund um neyslumenningu Íslendinga og beina kastljósinu að því magni fatnaðar og textíls sem gefinn er til Rauða Krossins. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir árið 2020. Berglind Ósk Hlynsdóttir, Rebekka Egilsdóttir og Melkorka Magnúsdóttir skoðuðu hvers konar fatnað fólk er að gefa til fatasöfnunarinnar, og hvernig megi nýta og skapa flíkunum sem best framhaldslíf. Verkefnið var samstarf Listaháskóla Íslands, Textílmiðstöðvar Íslands, fatasöfnunar Rauða Krossins og Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Eva María Árnadóttir, aðjúnkt og starfandi fagstjóri við námsbraut í fatahönnun, Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri hjá fatasöfnun Rauða Krossins, Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands og Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. 
 

Hugmyndavinnu og framtíðarsýn fyrir húsakynni Kvennaskólans (2020). Um er að ræða samstarfsverkefni Textílmiðstöðvarinnar og hönnunardeild Listaháskóla Íslands sem byggist á grunni sem var lagður í janúar 2020 þegar nemendur úr arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands dvöldu í Kvennaskólanum undir leiðsögn Birtu Fróðadóttur arkitekts. Arktitektanemar komu aftur í heimsókn í júli. Haldin var kynningarfundur á hugmyndavinnu um notkunarmöguleikar á húsakynnum Kvennaskólans á Blönduósi í ágúst. Verkefni var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.