Jafnréttisáætlun Textílmiðstöðvar Íslands

Jafnréttisáætlun Textílmiðstöðvar Íslands

Mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða menningar er óheimil hjá Textílmiðstöð Íslands.

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða liggur til grundvallar áætluninni og skal gæta kynjasamþættingar við alla stefnumótun og áætlanagerð (sbr. 30. gr. laga nr. 150/2020) og jafnrétti skal fléttað inn í starfsemi stofnunarinnar.

Textílmiðstöð Íslands gætir að jafnréttissjónarmiðum og vinnur að kynjasamþættingu í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð hjá og á vegum Stofnunarinnar.

 • Aðgerð: Leitast skal við að gæta jafnréttis við útdeilingu ábyrgðar og þátttöku starfsfólks og að hlutföll kynja innan stofnunarinnar endurspegli fjölbreytileika kynja í samfélaginu. Við úthlutun verkefna, svo og við ákvarðanir er varða starfsaðstæður, skal þess gætt að engu kyni sé mismunað. Áhersla er lögð á að efla fræðslu um jafnréttismál meðal starfsfólks og halda í því skyni reglulega fræðslufundi.
 • Ábyrgð: Forstöðumaður og stjórn

Starfsfólki skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

 • Aðgerðir: Árlega, er tekin saman tölfræði um laun síðastliðins árs og önnur kjör starfsfólks með hliðsjón af jafnrétti kynja og hún kynnt starfsfólki:

  • Starfaflokkun: fjöldi eftir kyni í hverjum flokki fyrir sig í árslok

  • Grunnlaun: meðalupphæð og miðgildi launa milli kynja á mánuði

  • Heildarlaun: meðalupphæð og miðgildi launa milli kynja á mánuði

  • Föst yfirvinna: meðalfjöldi fastra yfirvinnutíma milli kynja í árslok

  • Viðbótarlaun: Við úthlutun viðbótarlauna, ef við á, eru birtar upplýsingar um úthlutun milli kynja.

 • Ábyrgð: Forstöðumaður og stjórn

Við ráðningar skal ávallt leitast við að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn, óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

 • Aðgerð: Laus störf skulu standa öllum opin til umsóknar. 

 • Gæta skal jafnréttis við ráðningar starfsfólks og tilfærslur í starfi. Verði tveir eða fleiri umsækjendur um starf metnir jafn hæfir, verði umsækjandi valinn af kyni sem ekki er í meirihluta á umræddu starfssviði. 

 • Ábyrgð: Forstöðumaður og stjórn

Stjórnendur Textílmiðstöðvar Íslands skulu tryggja að kynin njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf, sbr. 12. gr. laga nr. 150/2020.

 • Aðgerð: Allt starfsfólk skal hafa jafnan aðgang að endurmenntun. Árlega, er tekin saman tölfræði um fræðslu og starfsþróun í sambærilegum störfum með hliðsjón af jafnrétti kynja og hún kynnt starfsfólki. 

 • Ábyrgð: Forstöðumaður og stjórn

Jafnframt skulu stjórnendur Textílmiðstöðvar Íslands gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, sbr. 13. gr. laga nr. 150/2020, þ.m.t. að starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi vegna fjölskylduaðstæðna. 

 • Aðgerð: Til að auðvelda starfsfólki að samræma starfsskyldur og ábyrgð gagnvart fjölskyldu er lögð áhersla á sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á hlutastörfum, að sinna hluta af sínum störfum án staðsetningar eftir því sem mögulegt er og samræmist skyldum starfsfólks.

 • Ábyrgð: Forstöðumaður og stjórn

Textílmiðstöð Íslands leggur áherslu á að allir aðilar sem sækja námskeið eða aðra þjónustu hjá stofnuninni fái sömu þjónustu.

 • Aðgerð: Allir nýir starfsmenn fá fræðslu um jafnrétti, kynbundið ofbeldi og áreitni. Forvarnar og viðbragðsáætlun er í stöðugri endurskoðun í samstarfi starfsfólks og stjórnar.

 • Ábyrgð: Forstöðumaður og stjórn

Endurskoðun

Jafnréttisáætlunin gildir í fimm ár og skal endurskoðuð að þeim tíma liðnum eða fyrir 1. janúar 2028. Jafnframt skal unnin skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála hjá stofnuninni fyrir sama tímabil.