Saga, hlutverk og markmið

Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi er sjálfseignarstofnun sem starfar í Kvennaskólanum á Blönduósi. Textílmiðstöðin varð til vegna samþættingar Textílseturs Íslands (stofnað 2005) og Þekkingarsetursins á Blönduósi (stofnað 2012). Samþættingin felst í því að fulltrúaráð og stjórnir beggja stofnana eru sameinaðar og var ný stjórn kosin samkvæmt nýjum skipulagsskrám 8. janúar 2019. 

Tilgangur Textílmiðstöðvar Ísland, þekkingarseturs á Blönduósi er að: 

  • Vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl.
  • Bjóða upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu með aðgengi að fjarfundabúnaði og próftöku í samstarfi við aðila háskóla, framhaldsskóla og símenntunarstöðva. 
  • Miðla þekkingu til almennings, háskólanema og sérfræðinga með ráðstefnum, námskeiðum og útgáfu fræðslu- og rannsóknarrita. 
  • Kynna starfsemi Textílmiðstöðvar Íslands, þekkingarseturs á Blönduósi og afla fjármagns og samstarfsaðila innanlands og utan.
  • Vinna að samstarfsverkefnum við atvinnuuppbyggingu, samfélagsþróun og þróun í ferðaþjónustu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðissins, umhverfisvernd og sjálfbærni.

Skipulagsskrá Textílmiðstöðvarinnar 

Tilgangur Textíllistamiðstöðvar er að:

  • Skapa fræða- og listafólki starfsaðstöðu.
  • Kynna starfssemi Textíllistamiðstöðvar og afla fjármagns og samstarfsaðila innanlands sem utan.
  • Stuðla að stöðugri þróun Textíllistamiðstöðvar í samstarfi við innlenda jafnt sem erlenda aðila.
  • Vera í farabroddi í númtímalegum vinnubrögðum með textíl með áherslu á sjálfbærni og samfélag.
  • Tryggja að öll umsjón með gestum, gisti- og starfsaðstöðu gesta Textíllistamiðstöðvarinnar sé til fyrirmyndar.

Skipulagsskrá Textíllistamiðstöðvarinnar