Útgefið efni tengt rannsóknaverkefnum:
- Íslenski textílklasinn – þverfaglegt samstarf um eflingu textílframleiðslu á Íslandi (2025). Skýrslan „Íslenski textílklasinn – þverfaglegt samstarf um eflingu textílframleiðslu á Íslandi“ var unnin fyrir Textílmiðstöð Íslands árið 2025 og fjallar um stöðu textíliðnaðarins hér á landi. Hún byggir á undirbúningsvinnu sem Textílmiðstöðin hafði áður hlotið styrk til úr Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni, en í þessu skrefi bættust við djúpviðtöl við 18 aðila sem gætu orðið klasafélagar, greining á efnahagslegum umsvifum textíliðnaðar á Íslandi og svokölluð demantagreining sem styðst við fræði Michael Porter um klasastarfsemi. Demantagreiningin metur hvort forsendur séu til staðar til að mynda klasa á tilteknu sviði og á ákveðnum stað. Skýrsluna má finna hér.
-
,,Spjörum okkur" (2025): Í framhaldi af ársfundi Textílmiðstöðvarinnar þann 31. mars 2025 var haldinn vinnustofa í samstarfi við SSNV í Félagsheimilinu á Blönduósi. Skoðuð var söfnun og móttaka, endurvinnsla með áherslu á að lengja líftíma textílsins. Einnig voru fræðslumálin skoðuð sérstaklega en á fundinum voru fulltrúar allra skólastiga. Greinargerð um niðurstöðurnar má finna hér.
-
,,Viðhorf bænda til ullarinnar" (2020): Skoðanakönnun á vegum Textílmiðstöðvar Íslands var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sumarið 2020. Þýði könnunarinnar samanstóð af þeim sauðfjárbúum sem skráð eru í Landssamtök sauðfjárbænda, alls 1080 býlum. Alls bárust svör frá 572 býlum eða 53% sauðfjárbúa. Niðurstöður sýna m.a. að stórt hlutfall svarenda hefur áhuga að fræðast meira um ull, meðferð ullar og einnig hvernig hægt er að auka verðmæti ullarinnar. Við þökkum sauðfjárbændum fyrir þátttökuna og hvetjum alla áhugasama um ull og ullarvinnslu að nálgast hana hér á heimasíðu:
Skýrsla: Verðmæti Ullar