Ullarþon 2021: Nýsköpunarkeppni var samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Markmið Ullarþonsins var að auka verðmæti ullarinnar, þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Fyrsti liður Ullarþonsins var haldin var 25. - 29. mars þegar keppnin sjálf stóð yfir. Þann 17. apríl var tilkynnt hvaða lausnir komust áfram. Þau teymi sem komust áfram kynntu svo hugmynd sina fyrir dómnefndum. Alls bárust 63 gildar hugmyndir í fjórum flokkum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson veitti þeim teymum, sem unnu í hverjum flokki 400.000 kr, og ullarkodda frá Ístex í verðlaun á sýningu Textílfélagsins á Hafnartorgi í Reykjavík í tengslum við HönnunarMars 2021 - sjá nánari upplýsingar hér.
Sól í sveit: Styrkur til Húnavatnshrepps vegna uppbyggingar á textíltengdri ferðaþjónustu á Húnavöllum unnið í samstarfi við Textílmiðstöðina, styrkt af Sóknaráætlun landshlutasamtakanna.
Nordic-Baltic Scholarships, 2019 - 2022. Textíllistamiðstöð hlaut styrk frá Nordic Baltic Mobility Program (Nordic Culture Point), samtals €34.000 / 5.508.000.- sem gerir okkur kleift að bjóða 6 listamönnum frá Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum í textíllistamiðstöð. Josefin Tingvall og Petter Hellsing frá Sviðþjóð hlutu styrk til tveggja mánaða árið 2019; Kärt Ojavee frá Eistlandi og Søren Krag frá Danmörku 2020/21.
CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Þátttakendur voru 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kaupmannahöfn, FabLab Zagreb, Tallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. Heimasíða verkefnisins: www.centrinno.eu