Samstarfsverkefni

Málstofu um stafrænan textíl, 2018. Þann 29. nóvember 2018 var haldinn málstofa um ,,Stafrænan textíl – nýsköpun í þróun, hönnun og framleiðslu” í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Málstofan var haldinn í Þjóðminjasafni Íslands. Meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu voru Anastasia Pistofidou, stofnandi Fab Textiles Research Lab í Barcelona, Katrín Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands og Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður og sérfræðingur Textílmiðstöðvarinnar. Einnig var kynnt rit um stafrænan textíl frá Nýsköpunarmiðstöðinni, sem má finna hér. Notkun á stafrænni tækni í nýsköpun á sviði hönnunar, þróunar og framleiðslu á textílvöru fer ört vaxandi í heiminum. Hefðbundinn textíliðnaður byggist upp á mjög vatnsfrekum aðferðum og notkun eiturefna í framleiðsluferlinu og mikil þörf er á úrbótum í þeim efnum. Framleiðendur og neytendur í dag leggja áherslu á verndun umhverfisins, sjálfbærni og gæði umfram magn. Þessar nýju kröfur hafa skapað nýja möguleika og ýtt undir þróun nýrra aðferða og tækja, til dæmis í stafrænu þrykki/prenti og vefnaði.
 

List- og menningarráðstefnu Hérna!Núna!, 2018. 27. - 28. apríl var haldinn tveggja daga ráðstefnu í lok apríl í gömlu kirkjunni á Blönduósi fyrir listamenn, starfsmenn á sviði menningar og frumkvöðla úr skapandi greinum. Markmið verkefnisins var að skapa vettvang fyrir listamenn og starfsmenn á sviði menningar á Norðurlandi vestra til að koma saman og ræða hlutverk lista og menningar á breyttum tímum, ferðaþjónustu og tækifæri sem liggja t.d. í framleiðslu handverks og eflingu menningarlífs. U.þ.b. 50 gestir mættu. Í lok ráðstefnunnar var haldinn sýning á verkum listamanna í Kvennaskólanum. Gefin var út sýningarrit í júní 2018. Verkefnið var unnið í samstarfi við Ferðamálafélagi A-Hún og styrkt af Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra.

International workshop on sustainability and craft innovation of fish leather, 2018. An international workshop on sustainability and craft innovation of fish leather in Nordic higher education was held at the textile residency in Kvennaskólinn from March 22. - 28. 2018. The project was an intitiative of Elisa Palomino, fashion print pathway leader at Central Saint Martins - College of Art and Design in London and Katrín Káradóttir, director of fashion studies at the Icelandic Academy of Arts. The workshop was organized in collaboration with Gestastofa Sútarans - Atlantic Leather tannery in Sauðárkrokur. The workshop was led by Elisa Palomino and attended by students from Central St. Martins, the Icelandic Academy of Arts in Reykjavík, the Royal Danish Academy of Arts in Copenhagen, the University of Boras in Sweden, and Aalto University in Helsinki, Finland. 

Heimsókn listamanna í skóla, 2017. Þann 14. desember 2017 lauk tilraunaverkefni sem var unnið í samstarfi við NES listamiðstöð á Skagaströnd. Í verkefninu fólust heimsóknir á vegum listamanna sem dvelja í listamiðstöðvum á Skagaströnd og Blönduósi í skóla á Norðurlandi vestra haustið 2017. Alls tóku sjö skólar þátt í verkefninu. Markmiðið var að efla samstarf milli listamiðstöðva og skóla á svæðinu og gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreytileika listanna frá mismunandi menningarheimum. 

The Iceview, 2016 - 2018ICEVIEW er tímarit um bókmenntir og listir sem fjallar um verk rithöfunda og listamanna, sem ferðast til Íslands, í sköpunarhugleiðingum. Tímaritið er óháð og ekki gefið út í hagnaðarskyni. Það miðlar reynslu listamanna af dvöl þeirra á Íslandi með viðtölum, myndum af listaverkum auk þess að birta ritverk þeirra. ICEVIEW er gefin út af NList Samtaka og hlaut styrk frá Uppbyggingasjóði 2016 og 2017. Fyrsta tölublað kom út maí 2017. 

Nordic-Baltic Scholarship Programme, 2016 - 2017. Í desember 2017 lauk samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetursins vegna dvalar listamanna frá Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum í textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum. Verkefnið hlaut styrk frá Nordic Kulturkontakt sem gerði það kleift að bjóða listamönnum að koma til Íslands, dvelja í listamiðstöðinni og miðla sérþekkingu sinu til samfélagsins. Það voru listamennirnir Kerstin Lindström frá Sviðþjóð, Baiba Osite frá Lettlandi, Päivi Vaarula og Mira-Liina Skyttälä frá Finlandi sem hlutu styrk til tveggja mánaða. Skapast hafa góð sambönd milli lista- og heimamanna sem vonandi verður til góða þegar fram í sækir. Tilkoma listamannanna hefur einnig orðið til þess að það er merkjanlegur munur á umsóknum til listamiðstöðvarinnar frá tengslaneti þeirra. 

Námskeið fyrir bókaverði, 2015. 29. september 2015 var haldið námskeið fyrir starfsmenn bókasafna á Norðurlandi vestra. Skemmtilegur hópur kom saman í Þórsstofu í Kvennaskólanum að morgni þriðjudagsins. Dagurinn byrjaði með kennslu frá starfsmönnum Landskerfi bókasafna og endaði á erindi um framtíð almenningsbókasafna. Námskeið var haldinn í samstarfi við Héraðsbókasafnið A-Hún og Farskóla Norðurlands vestra.

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur, 2015. Málþing var haldið í Kvennaskólanum 27. september til minningar um Jóhönnu Jóhannesdóttur, hannyrðakonu og bónda frá Svínavatni.  Á málþinginu voru flutt þrjú erindi: Dr. Áslaug Sverrisdóttir, sagnfræðingur flutti erindi um ævi og störf Jóhönnu, Iðunn Vignisdóttir, bókmennta- og sagnfræðingur var með ágrip af sögu Kvennaskólans á Blönduósi og Sólborg Una Pálsdóttir, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður var með hugleiðingu um sjálfstæði, réttindabaráttu og vefstóla. Málþingið var unnið í samstarfi við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Heimilisiðnaðarfélag Íslands lánaði nokkra muni til sýningarinnar. Það var styrkt af Húnavatnshreppi, Landsvirkjun og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. 

Átaksverkefni um eflingu ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu 2014 & 2017. Þekkingarsetrið var samstarfsaðili Ferðamálafélags A-Hún, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar við átaksverkefni á sviði ferðamála í tvígangi. Í verkefninu folst m.a. eftirfarandi: Skipulag og framkvæmd hugmyndasmiðju fyrir íbuar svæðisins vorið 2014, kennslu ferðaþjónustatengds enskunámskeiðs (kennt á vegum Farskólans), vinnslu gagnagrunns yfir ferðaþjónustaaðila á Norðurlandi vestra, vinnslu upplýsingabæklings fyrir ferðamenn í A-Hún., efling samstarfs aðila í ferðaþjónusta á svæðinu, og framkvæmd spurningakönnunar fyrir ferðamenn sumarið 2014. Verkefni ársins 2017 voru m.a. útgáfu afrifukorts, endurútgáfa bæklingsins ,,Milli fjalls og fjöru" og þróun viðburða tengda ferðamálum, s.s. kynningarfundir og námskeið. 

Ráðstefnu um ull og ullarvinnslu, 2014. Þekkingarsetrið var samstarfsaðili Textílsetursins, Bændasamtök Íslands og Ullarselið á Hvanneyri með undirbúning og framkvæmd alþjóðlegs ráðstefnu um ull og ullarvinnslu 4.-8. september 2014.  North Atlantic Sheep and Wool Conference var haldin í fjórða skipti í september 2014. Markmið ráðstefnunnar var að fólk sem tengist stuttrófukynjum sauðfjár á einn eða annan hátt hittist og miðli reynslu og menningu í sambandi við fjárkynin, ullina og menningar­landslagið í kringum umhirðuna. Ýmsir aðrir aðilar styðja einnig við ráðstefnuna, svo sem Ístex hf, Landssamtök sauðfjárbænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Gestastofa sútarans og Þingborg.

Rannsóknir á sviði laxfiska og strandmenningar 2013-2016. Hjá þekkingarsetrinu störfuðu tvær dóktórsnema í samstarfi við Hólaskóla - Háskólinn á Hólum frá árið 2013 - 2016.  Daniel Govoni tók þátt í verkefni Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi sem hlaut styrk frá Rannís 2014. Samstarfsaðilar voru sérfræðinga frá Veiðimálastofnun og Háskólanum í Alaska, Fairbanks.  Catherine Chambers starfaði sem sérfræðingur á sviði strandmenningar. Hún lauk doktórsgráðuna við Háskólann í Fairbanks þann 22. apríl 2016. Grein eftir Catherine um rannsókn hennar Thirty years after privatization: A survey of Icelandic small-boat fishermen birtist í  Marine Policy í júní 2017.

Þarfagreining á námsframboði á Norðurlandi vestra, 2013 - 2014. Veturinn 2013-2014 var gerð þarfagreining á framboði menntunar á Norðurlandi vestra í samstarfi við Farskólinn; Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Rannsókn var unnið fyrir Þekkingarsetrið af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands árið 2013. Niðurstöður sýndu að menntunarstig svæðisins sé mjög lágt. Menntunarstig var hæst í Skagafirði, næst í Húnaþingi Vestra og lægst í A-Hún. Mjög stór hluti íbúa á aldrinum 18 til 45 ára var aðeins með grunnskólapróf. Kynningarfundir um niðurstöður fyrir íbúa,  sveitarstjornamenn og fulltruar menntunarstofnana á Norðurlandi vestra voru haldnar á Skagaströnd, Sauðárkrókur og Blönduósi snemma á árinu 2014.