Samstarf

Textílmiðstöð Íslands byggir á samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og víðar, bæði í rannsóknar- og þróunarverkefnum á sérsviðum stofnunarinnar og eflingu menntunar. Unnið er að langtímaverkefnum sem og styttri tímabundnum verkefnum.

Þann 22. apríl 2020 voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Textílmiðstöð Íslands er aðili að. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar.
 
Textílmiðstöðin tekur einnig þátt í alþjóðlegum verkefnum, en í því sambandi má nefna CENTRINNO sem hlaut styrk úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins árið 2020 (nánari upplýsingar hér) og Tracks4Crafts sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins.
 
Helstu samstarfsaðilar Textílmiðstöðvarinnar á Íslandi eru: