Persónuverndaryfirlýsing

Textílmiðstöð Íslands hefur einsett sér að tryggja öryggi og trúnað þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með í tengslum við starfsemi stofnunarinnar. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, með hvaða hætti við notum slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum. 

1. Við söfnum persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:

a) þegar þú skráir þig á námskeið eða viðburð (nafn, netfang og símanúmer) 

b) þegar þú skráir þig á póstlista (nafn og netfang)

c) þegar þú sækir um þátttöku í Textíllistamiðstöð (residency).

2. Við notum persónuupplýsingar vegna skráningar á námskeið aðeins til að koma til þín skilaboðum sem varða námskeiðið sem um ræðir. Við notum persónuupplýsingar vegna skráningar á póstlista aðeins til að senda þér póst frá þeim lista sem þú hefur beðið um eða veitt samþykki fyrir að vera skráð/ur á. Við vekjum athygli á því að þú ber ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, aldri og mynd, sem þú kýst að deila á almennum vettvangi, t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook síður vefsíðna okkar. 

3. Stefna ehf. er ábyrgðaraðili fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustu vefsins textilmidstod.is Textílmiðstöð vinnur ekki með persónuupplýsingarnar á neinn hátt og látum þriðja aðila aldrei fá persónuupplýsingar um þig nema fyrir liggi samþykki þitt. 

4. Við notum eftirfarandi "Third Party Services": 

5. Þú hefur alltaf heimild til að fá aðgang að þeim upplýsingum sem þú hefur afhent okkur, óska eftir leiðréttingu, breytingum eða eyðingu gagna eftir því sem við á. Fyrir slík erindi biðjum við þig að senda okkur skriflega beiðni á netfangið textilmidstod@textilmidstod.is

6. Persónuverndarstefna þessi kann að taka breytingum vegna nýrra lagafyrirmæla eða túlkunar eftirlitsstofnanna á framkvæmd laga um persónuvernd. Við mælum þess vegna með því að þú kynnir þér reglulega persónuverndarstefnu Textílmiðstöðvarinnar.