THREADs 2024–2027: „Textile and Habiliment Reuse for the Environment and NPA Area Development“ er samstarfsverkefni styrkt af INTERREG. Meðal samstarfsaðila eru Kajaani háskólinn í Finnlandi, sem leiðir verkefnið, Háskólinn í Borås, Luleå Miljöresurs AB (Svíþjóð), Western Development Commission og Technological University of the Shannon (Írland), Remiks Husholdning AS (Noregi) og Textílmiðstöð Íslands. Verkefnið ber yfirskriftina „Frá hönnun til förgunar“ og beinist að textílúrgangi – hvernig söfnun hans fer fram, hvað verður um úrganginn og hvernig hægt er að endurvinna og endurnýta hann. Sérstök áhersla er lögð á vistvæna textílhönnun og leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum textílvinnslu og förgunar. Markhópar verkefnisins eru hagsmunaaðilar í úrgangsstjórnun, neytendur, hönnuðir, handverksfólk, kennarar og fyrirtæki. Textílmiðstöð Íslands mun koma að gagnasöfnun um textílsorp, söfnun og nýtingu þess hér á landi, ásamt því að skipuleggja kynningarviðburði og vinnustofur í TextílLab. Upphafsfundur verkefnisins var haldinn á Blönduósi í lok október 2024 og vinnufundur í Borås, Svíþjóð í febrúar 2025.
Tracks4Crafts 2023-2026: Samstarfsverkefni sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins. Að verkefninu standa 16 stofnanir, þar að meðal University of Antwerpen, University Paris I Panthéon-Sorbonne, Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe. Verkefnið snýst um að þróa nýjar viðskiptahugmyndir með frumkvöðlum og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. Vegna þess að þegar hefur verið unnið mjög vel heppnað hagnýtt rannsóknarverkefni í vefnaði hjá okkur (þar sem áherslan var einmitt á að tengja saman menningararfinn og stafræna tækni) var ákveðið að þáttur Textílmiðstöðvarinnar í rannsóknarþætti verkefnissins snéri að prjóni og útsaumi. Kick-Off fundur var haldinn í Antwerpen í lok mars 2023. Heimasíðu verkefnisins: www.tracks4crafts.eu/