CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tók þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Þátttakendur voru 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kaupmannahöfn, FabLab Zagreb, Tallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. TextílLab Textílmiðstöðvarinnar var formlega opnuð þann 21. maí 2021 í tengslum við HönnunarMars 2021. Myndband "Blönduós Pilot" má sjá hér á Youtube. Heimasíða verkefnisins: www.centrinno.eu