Árbraut 33 & 35

Textillistamiðstöðin býður einnig upp á húsnæði fyrir listamenn í einbýlishúsum sem staðsett eru við hlíðina á Kvennaskólanum og voru kennarabústaðir.

Árbraut 33

Nýuppgert einbýlishús. Hentar fyrir einstaklinga og / eða hópa (4 max). Þar eru 3 svefnherbergi (1 tveggja manna & 2 eins manns), eldhús, þvottaherbergi, tvö salerni, björt og rúmgóð stofa með einstöku útsýni yfir Blönduósinn, garður. 

Árbraut 35

Árbraut 35 hýsir TC2 rafrænan vefstól og dvelja allir listamenn sem nýta hann þar. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stór stofa, baðherbergi, geymslurými og þvottahús. Húsið er gamalt en í þokkalegu standi og staðsetning og útsýni einstaklega skemmtileg. 

Árbraut 33 and 35

Árbraut 33 & 35. Ljósmynd: Textílmiðstöð.