- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
TextílLab
Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi, TextílLab á vegum Textílmiðstöðvarinnar, var formlega opnuð á Þverbraut 1 á Blönduósi þann 21. maí 2021. Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, flosbyssur, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínylprentara. TextílLab er opið öllum en vinsamlegast athugið að það er ekki innifalið í dvölinni í listamiðstöðinni. Fleiri upplýsingar má finna hér á heimasíðunni: https://www.textilmidstod.is/is/textillistamidstod/facilities/textillab
TC2
Textíllistamiðstöð býður upp á aðgang að TC2 (Thread Control 2) stafrænum vefstól frá Tronrud Engineering. Með TC2 er hægt að vinna og hanna vefnað sem venjulega krefst Jacquard vefstóls. Mögulegt er að breyta bindimunstri, skaftafjölda og hönnun vefsins nánast um leið og ofið er. Vefbreiddin á TC2 vefstólnum er 107,5 cm, hann er með sex modulum (hafaldasettum) og í uppistöðunni er möguleiki á 1320 þráðum. Sér tölva, Macbook Pro, fylgir vefstólnum. TC2 vefstóllinn er staðsettur í TextílLab. Vefstólinn eins og önnur tæki sem eru þar þarf að bóka sérstaklega; leiguverð fyrir Tc2 (2 / 4 vikur) og umsóknareyðublað má finna hér.
Vinsamlegast athugið að listafólk sem bókar TC2 vefstólinn þarf að hafa reynslu og unnið í TC1 eða TC2 stafrænum vefstól. Textilmiðstöðin býður ekki upp á kennslu í vefnaði, nema það sé sérstaklega auglýst.