Samstarfsverkefni 2022

Fabricademy - Textíl Akademía 2022-2023: Fabricademy er samstarfsnet Textílsmiðja víða um heim með áherslu á innleiðingu nýrrar tækni við vinnslu textíls. Námið er þverfaglegt og skiptist í tvo megin þætti; námskeið með (net)fyrirlestrum frá september til desember og sjálfstætt rannsóknarverkefni með leiðsögn frá janúar til mars. Í náminu er lögð áhersla á nýjar leiðir við að skapa, framleiða og dreifa textíl og tískuvörum með því að byggja upp innviði til rannsókna, nýsköpunar og sömuleiðis þekkingarnet sem byggir á hugvits drifinni hönnun, framleiðslu og vörudreifingu. Fyrirkomulag námsins er staðbundið dreifnám. Nemendur læra að vinna með jafningjum, mentorum og hafa aðgengi að nútímalegri vinnuaðstöðu, aðallega í TextílLab á Blönduósi og einnig í FabLab Sauðárkrókur og BioPol á Skagaströnd. Nemendur á Blönduósi voru 5 samtals, kennslan hofst þann 20. september og lauk í apríl 2023. Haldin var sýningu, "New Directions" á HönnunarMars í maí 2023. Umsjónarmaður Fabricademy hjá Textílmiðstöð Íslands 2022 - 2023 var Louise Massacrier. 

Fabricademy 2022 | Icelandic Textile Center

 

/Volumes/AMK_FLOD/SheMakes/GRAPHICS/Logo_Shemakes/Shemakes Logo/Full Logo/shemakes.png 2021 - 2022:  Textílmiðstöð er formlega hluti af @shemakes_eu hópnum sem styrkt er af ESB. Markmið þessa hóps er að styrkja kvenkyns frumkvöðla til þess að taka leiðandi hlutverk í að skapa sjálfbærari textíl-, tísku- og fataiðnað með því að veita þeim innblástur, hæfni og tengslanet. Að verkefninu kemur fjöldinn allur af stofnunum og fyrirtækjum sambærilegum TextílLabsins hjá okkur víðsvegar um Evrópu sem munu deila þekkingu og reynslu sinni til þess að ná þeim markmiðum. Frekar upplýsingar um Shemakes má finna á shemakes.eu

,,Heldurðu Þræði" 2022-23: Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands buðu upp á endurgjaldslaust nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu hér á landi í tengsl við CENTRINNO. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði“ og var hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd, vildu hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða voru í atvinnurekstri og vildu auka rekstrarþekkingu sína. Námskeiðin voru sjálfstæð, tíu talsins og kennd í fjarkennslu, kennd á þriðjudögum frá 13:00 – 15:00. Þátttakendur komu frá öllu landinu þ.a.m. Íslendingar sem búa erlendis. Þrjátíu verkefni sóttu á námskeiðin sem voru um það bil 45 þátttakendur. Sex verkefni kláruðu og kynntu fyrir dómnefnd. Dómnefndina skipuðu þau Berglind Ósk Hlynsdóttir frumkvöðull og fatahönnuður, Hannes Óttósson, doktor í nýsköpun og sérfræðingur hjá Rannís og Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri Ístex. Margar skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós. Niðurstöður dómnefndar voru eftirfarandi: Í þríðja sæti var Linda Friðriksdóttir með hugmynd sína ,,Húseinangrun“; að nýta ullina saman með steinull í húseingangrun. Í öðu sæti var Kristín S Gunnarsdóttir með hugmynd sína ,,Mjúkull - yfirdýna fyrir náttúrubörn“. Sigurvegari var Elín Jóna Traustadóttir með hugmynd sína ,,VæruKær kúrukoddi“ sem er fylltur með íslenskri ull.

   

Iceland Field School 2022. Iceland Field school er mánaðarlangt staðnám hannað og þróað af Dr. Kathleen Vaughan við Concordia háskólann í Montreal í Kanada í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands. Hugmyndin að náminu kviknaði eftir að Kathleen dvaldi í Ós Textíllistamiðstöð í júní 2016. Hún lét ekki þar við sitja heldur setti saman einingabært nám, þar sem nemendur frá Concordia dvelja og starfa í Ós Textíllistamiðstöð um mánaðartíma. Fyrsti námshópurinn sem samanstóð af 13 nemendum dvaldi á Blönduósi í júní 2018 og í júní 2022 kom Kathleen aftur með 16 nemendur sem dvöldu í Ós Textíllistamiðstöð og unnu að verkum sínum allan mánuðinn. Næsti námshópur frá Concordia er væntanlegur á Blönduós í júní 2023 - heimasíðu verkefnisins má sjá hér og blog-síðu hér.

Prjónagleði 2022: Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið á Blönduósi síðan 2016. Hún er haldin aðra helgina í júní árlega og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.