Kvennaskólinn

Textílmiðstöð Íslands starfar í Kvennaskólanum á Blönduósi. Í Kvennaskólanum hefur verið starfræktur skóli í 66 ár. Kvennaskólinn hóf starfsemi sína á Blönduósi árið 1901 þegar tekið var í notkun nýtt skólahús, en skólinn starfaði áður að Ytri-Ey. Það skólahús brann árið 1911 og var núverandi skólabygging reist árið 1912. Starfsemi Kvennaskóla Húnvetninga (síðar Húsmæðraskólans á Blönduósi) hætti árið 1978. Fleiri upplýsingar um skólann má finna hér
 
Í dag er Kvennaskólinn á Blönduósi sannkallað þekkingarsetur. Fyrir utan skrifstofur Textílmiðstöðvarinnar má einnig finna hér aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu, Ós textíllistamiðstöð, útsaumsverkefnið Vatnsdæla á Refli og Minjastofur Kvennaskólans
 
Skólabyggingin er friðuð og er í eigu íslenska ríkisins og Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál fyrir hönd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu. 
 
 
IFrame