Saga, hlutverk og markmið

Textílmiðstöð Íslands er staðsett í fögru umhverfi við ósa Blöndu á Blönduósi í sögufrægri byggingu, Kvennaskólanum á Blönduósi

Textílmiðstöðin varð til vegna samþættingar Textílseturs Íslands (stofnað 2005) og Þekkingarsetursins á Blönduósi (stofnað 2012). Samþættingin felst í því að fulltrúaráð og stjórnir beggja stofnana eru sameinaðar og var ný stjórn kosin samkvæmt nýjum skipulagsskrám 8. janúar 2019. 

Textílmiðstöðin hefur það meginmarkmið vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Jafnframt sinnir Textílmiðstöðin því hlutverki að bjóða upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu með aðgengi að fjarfundabúnaði og próftöku í samstarfi við aðila háskóla og símenntunarstöðva. 

Í starfsemi Textílmiðstöðvarinnar er lögð áhersla á nýsköpunar-, þróunar- og samstarfsverkefni sem stuðla að atvinnuuppbygginu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. Í Kvennaskólanum er einnig rekin alþjóðleg Textíllistamiðstöð, Ós, í samstarfi við Textílmiðstöðina.

Starfsemi Textílmiðstöðvar byggir á samningi við Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Þann 22. apríl 2020 voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Textílmiðstöð Íslands er aðili að. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar.