Rannsóknir

Hjá Textílmiðstöðinni eru stundaðar öflugar rannsóknir.  Síðan 2016 hefur áherslan verið lögð á nýsköpun og stafrænan textíl.

Sumarið 2016 hófst undirbúningur vegna rannsóknarverkefnisins Bridging Textiles to the Digital Future.  Í því felst m.a. skráning á vefnaðarmunstrum, sem tilheyra Vinum Kvennaskólans og Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, í rafrænan gagnagrunn og uppsetningu vefsvæðis þar sem munstrin verða aðgengileg fyrir textíllistamenn, hönnuði og nemendur. Verkefnið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís í apríl 2017 og mun leggja grunninn að rannsóknum á sviði vefnaðar í framtíðinni. 

Við erum ávallt að leita að nýjum tækifærum í rannsóknar- og þróunarverkefnum.