Um listamiðstöðina

Alþjóðleg textíllistamiðstöð hefur verið starfrækt í Kvennaskólanum síðan 2013. Listamiðstöðin er ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum sem vinna með textíl. 

Hægt er að senda inn umsóknir allt árið (open call). Dvölin í listamiðstöðinni er að lágmarki einn mánuður en geta verið fleiri. Boðið er upp á gisti- og vinnuaðstöðu fyrir 8 - 10 einstaklinga.  Þar að auki er boðið upp á húsnæði með aðgangi að TC2 rafrænum vefstól í húsnæði við hliðina á Kvennaskólanum. 

Listafólkið greiðir fyrir dvölina. Innifalið er öll gisti- og vinnuaðstaða: eigið svefnherbergi, aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, baðherbergi, stofu, þvottahúsi, sameiginlegu stúdíórými, vefnaðarlofti, litunarstúdiói og gallerí (sjá einnig vinnuaðstöðu og gjaldskrá). Listafólkið fær einnig kynningu á Minjastofu Kvennaskólans, Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og útsaumsverkefni Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, þar sem Vatnsdæla er sögð á refli. Árið 2016 gerðum við nokkrar skemmtilegar stuttmyndir um listamiðstöðina, starfsemi í Kvennaskólanum og svæðið. 

Hægt er að sækja um dvöl í listamiðstöðinni á netinu. Við samþykkjum umsóknir sem byggðar eru á reynslu, menntun og verkefnalýsingu frá umsækjendum. Hér á heimasíðu má finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um gögn sem þarf að senda með. Mikilvægt er að sækja um með góðum fyrirvara, t.d. 6 - 8 mánuðum. Vinsamlegast athugið að sérstök umsókn er fyrir TC2 rafrænan vefstól. 

SÝNINGAR UM ALLAN HEIM 

Þegar listafólk sem dvalið hefur í listamiðstöðinni yfirgefur Blönduós tekur oft við annarsamur tími við sýningarhald og áframhaldandi skapandi vinnu. Á síðustu árum hafa verk eftir textíllistamenn sem dvalið hafa hjá okkur verið sýnt hjá Art Brussels (Hannah Epstein), Lake Como Design Fair (Signe Emdal), Textile Arts Center í Manhattan (Ýr Jóhannsdóttir), Fashion Pop Montreal (WhiteFeather Hunter), Penland Gallery (Amy Tavern) og San Francisco Museum of Craft and Design (Christy Madson).

Margir textíllistamenn eru menntaðir sem fatahönnuðir og vinna við eigin fatalínur (Hollie WardAnja Alexandersdóttir). Perluútsaum eftir Shoko Tsuji má sjá á hátiskufatnaði hjá Chanel Fall 2019. Áhugaverð einkasýning Hönnu Norrna var haldinn í Gautaborg í Svíþjóð haustið 2019, en hún var að vinna á Tc2 stafrænan vefstóll í listamiðstöðinni fyrr á árinu. 

Hægt er að fylgjast með listamönnum sem hafa dvalið í listamiðstöðinni á Instagram, á heimasíðum þeirra eða í ,,Art Residency Catalogue".