Um listamiðstöðina

Alþjóðleg textíllistamiðstöð hefur verið starfrækt í Kvennaskólanum síðan 2013. Listamiðstöðin er ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum sem vinna með textíl. 

Hægt er að senda inn umsóknir allt árið (open call). Dvölin í listamiðstöðinni er að lágmarki einn mánuður en geta verið fleiri. Boðið er upp á gisti- og vinnuaðstöðu fyrir 8 - 10 einstaklinga.  Þar að auki er boðið upp á húsnæði með aðgangi að TC2 rafrænum vefstól í húsnæði við hliðina á Kvennaskólanum. 

Listafólkið greiðir fyrir dvölina. Innifalið er öll gisti- og vinnuaðstaða: eigið svefnherbergi, aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, baðherbergi, stofu, þvottahúsi, sameiginlegu stúdíórými, vefnaðarlofti, litunarstúdiói og gallerí (sjá einnig vinnuaðstöðu og gjaldskrá). Listafólkið fær einnig kynningu á Minjastofu Kvennaskólans, Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og útsaumsverkefni Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, þar sem Vatnsdæla er sögð á refli. Árið 2016 gerðum við nokkrar skemmtilegar stuttmyndir um listamiðstöðina, starfsemi í Kvennaskólanum og svæðið. Einnig er gefið út ,,Art Residency Catalogue". 

Hægt er að sækja um dvöl í listamiðstöðinni á netinu. Við samþykkjum umsóknir sem byggðar eru á reynslu, menntun og verkefnalýsingu frá umsækjendum. Hér á heimasíðu má finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um gögn sem þarf að senda með. Mikilvægt er að sækja um með góðum fyrirvara, t.d. 6 - 8 mánuðum.

Vinsamlegast athugið að sérstök umsókn er fyrir TC2 rafrænan vefstól.