Samstarfsverkefni 2019

 FISHSkin Innovation in the Use of Marine Resources, 9. - 13. september. Í september 2019 var haldinn FishSkin Horizon 2020, ráðstefnu og nýtt verkefni undir forystu Elisu Palomino (Central Saint Martins í London) og samstarfsaðila. Í verkefninu koma saman sérfræðingar víðsvegar að úr heiminum til efla þekkingu sína á sjálfbærum aðferðum við framleiðslu og notkun fiskiroðs. Vinnustofur og fyrirlestrar voru haldnir í Reykjavík, hjá Atlantic Leather á Sauðárkróki og á Blönduósi. Fyrirlestrar voru haldnar m.a. af Dr. Anne Schmidt (Þjóðminjasafni Danmerkur), Torunn Klokkernes (Háskólanum í Osló), Gustavo Defeo (Ars Tinctoria, Ítalíu), Mitsuhiro Kokita (Kyoto Seika háskólanum, Japan), Lotta Rahme (sérfræðingur í sútun fiskileðurs), Edwin Phirri (London College of Fashion), og Katrín Káradóttir (Listaháskóli Íslands). Frekari upplýsingar um verkefnið og myndband má finna hér: www.fishskinlab.com / Icelandic University of the Arts

Nýsköpun í textílhönnun. Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna vegna verkefnsins ,,Nýsköpun í textílhönnun" árið 2019. Í framhaldinu komu núverandi og útkrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistaskólans, fjórir samtals, til okkar í verkefnavinnu fyrir sumarið. Ragnheiður Stefánsdóttir, Sigríður Vala Vignisdóttir, Drífa Líftóra Thoroddsen og Margrét Katrín Guttormsdóttir rannsökuðu vefnaðarmunstur í Textílmiðstöðinni í þeim tilgangi að hanna úr þeim nýja vöru. Í lok ágúst voru hugmyndir þeirra kynntar í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Unnið verður áfram að þróun verkefnisins.

Hreint ljómandi haf - Lista- og vísindasmiðjur 25. maí. Lista- og vísindasmiðjur á vegum Textílmiðstöðvarinnar og BioPol voru haldnar á Norðurlandi vestra laugardaginn 25. maí. Byrjað var á því að safna saman rusli í fjörum við Sauðárkrók,  Hvammstanga og úti á Skaga. Ungmennasamböndin USAHUMSS og USVH sáu um að kynna verkefni til sinna félagsmanna og komu með kaffi. Listasmiðjur voru opnar öllum. Mjög góð mæting var á Hvammstanga og út á Skaga, en samtals voru það tæplega 40 manns sem unnu saman þann dag. Í Miðfirði varð til skemmtilega vörðu undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, en þema smiðjanna var „Varða“. Markmiðið með verkefninu var að auka þekkingu almennings á umhverfismálum og mengun hafsins. Textílmiðstöð stýrði verkefninu í samstarfi við Biopol á Skagaströnd en tveir vísindamenn frá BioPol samþykktu að þræða norðurströndina til að skoða fjörur þar sem rusl berst að landi og svara nokkrum spurningum um plastúrgang og mengun í sjónum. 
 

Æfingabúðir í stafrænum textíl - Textile Bootcamp 13.-17. maí. Æfingabúðir voru haldnar af Fabricademy, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Textílmiðstöð Íslands, FabLab Ísland og Framtíðarstofu Tækniskólans í Reykjavík með sérfræðingum sem koma víða að. Þátttakendur voru 30 samtals og brugðu sér norður í land og heimsóttu sauðburð á Akri, Ullarþvottastöð Ístex og Textílmiðstöð Íslands mánudaginn 13. maí. Í ferðinni fræddust þau um ull, meðferð á ull og úrvinnslu. Einnig var sýnt hvernig TC2 tölvuvefstóll Textílmiðstöðvarinnar eykur möguleika á úrvinnslu munstra í vefnaði. Ofnar voru prufur upp úr munstrum sem varðveitt eru í Kvennaskólanum bæði á venjulegan vefstól og tölvuvefstól. Gestir héldu síðan áfram yfir í Skagafjörð til að heimsækja Gestastofu sútarans og FabLab vinnustofu á Sauðárkróki. Myndband um verkefnið má finna hér

Kynning um sauðfjárækt á Suðureyjum, 15. febrúar. Seafaring sheep of the Hebrides: Haldinn var kynning um sauðfjárækt á Suðureyjum á vegum sauðfjárbóndins og listamannsins Meg Rodger í samstarfi við Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda á Blönduósi í febrúar. Meg Rodger og fjölskylda búa með 120 kindur á eyju sem kallast ,,Björnsey" og er ein af mörgum smáum eyjum við Suðureyjar sem eru hluti af Skoska eyjaklasanum. Kindurnar frá Suðureyjum eru náskyldar íslensku kindinni af svo kölluðu stuttrófukyni og Meg fékk styrk að koma til Íslands til að dvelja í Textíllistamiðstöð, læra frá íslenskum sauðfjárbændum og afla sér upplýsinga um íslenskar kindur og ullina.