Samstarfsverkefni 2019

Æfingarbúðir í stafrænum textíl - Textile Bootcamp 13.-17.5.2019. Æfingarbúðir voru haldnar af Fabricademy, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Textílmiðstöð Íslands, FabLab Ísland og Framtíðarstofu Tækniskólans í Reykjavík með sérfræðingum sem koma víða að. Þátttakendur voru 30 samtals og brugðu sér norður í land og heimsóttu sauðburð á Akri, Ullarþvottastöð Ístex og Textílmiðstöð Íslands mánudaginn 13. maí. Í ferðinni fræddust þau um ull, meðferð á ull og úrvinnslu. Einnig var sýnt hvernig TC2 tölvuvefstóll Textílmiðstöðvarinnar eykur möguleika á úrvinnslu munstra í vefnaði. Ofnar voru prufur upp úr munstrum sem varðveitt eru í Kvennaskólanum bæði á venjulegan vefstól og tölvuvefstól. Gestir héldu síðan áfram yfir í Skagafjörð til að heimsækja Gestastofu sútarans og FabLab vinnustofu á Sauðárkróki. 

Kynning um sauðfjárækt á Suðureyjum, 2019. Seafaring sheep of the Hebrides: Haldinn var kynning um sauðfjárækt á Suðureyjum á vegum sauðfjárbóndins og listamannsins Meg Rodger í samstarfi við Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda á Blönduósi þann 15. febrúar 2019. Meg Rodger og fjölskylda búa með 120 kindur á eyju sem kallast ,,Björnsey" og er ein af mörgum smáum eyjum við Suðureyjar sem eru hluti af Skoska eyjaklasanum. Kindurnar frá Suðureyjum eru náskyldar íslensku kindinni af svo kölluðu stuttrófukyni og Meg fékk styrk að koma til Íslands til að dvelja í Textíllistamiðstöð, læra frá íslenskum sauðfjárbændum og afla sér upplýsinga um íslenskar kindur og ullina.