Ullarþon 2021
Ullarþon var samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í tengslum við CENTRINNO, styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Markmið verkefnisins var að auka verðmæti ullarinnar – sérstaklega hinna verðminnstu flokka. Keppnin fór fram 25.–29. mars 2021 og alls bárust 63 hugmyndir í fjórum flokkum:
Yfir 100 þátttakendur komu að hugmyndunum. Þann 20. apríl voru vinningshafar verðlaunaðir á HönnunarMars, þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti sigurvegurum 400.000 kr. og ullarkodda frá Ístex.
Vinningshafar Ullarþonsins 2021:
Óunnin ull: Ullarhúsið – Jón Gautasson & Hrönn Jónsdóttir
Einangrunarefni úr blásinni ull til húsbygginga.
Horfa
Blöndun: Snoðbreiðan – María Dís Ólafsdóttir o.fl.
Þæfð ullargróðurmotta með fræjum fyrir landgræðslu.
Horfa
Ný afurð: Cool Wool Box – Anna María G. Pétursdóttir
Kælibox úr ull, endurvinnanlegur valkostur við frauðplast.
Horfa
Stafræn þróun: Unikind – Laufey K. Skúladóttir & Hanna B. Sigurðardóttir
Rekjanleikalausn „Á flakk með Flekku“ sem segir sögu ullarinnar.
Horfa
Takk til allra sem komu að Ullarþoninu!
Verkefnið sýndi mikla grósku í nýsköpun – frumkvöðlum er eindregið hvatt til að þróa hugmyndir sínar áfram.