Lög og reglur

Lagalegt umhverfi
Textílmiðstöð Íslands, þekkingarsetur á Blönduósi, kt. 460712-0410 er sjálfseignarstofnun og starfar skv. lögum nr. 33/1999. 
ÓS Textíllistamiðstöð, kt. 680405-1150 er sjálfseignarstofnun og starfar á grundvelli laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999.

Upplýsingar á vefsíðu
Leitast við að hafa upplýsingar á vefsíðu Textílmiðstöðvarinnar áreiðanlegar og réttar. Við getum þó ekki ábyrgst að svo sé í öllum tilvikum. Textílmiðstöð ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar á vefsíðu eða sem rekja má til notkunar á upplýsingum sem þar hafa verið birtar. 

Tenglar í aðra vefi
Textílmiðstöð er eigandi allra upplýsinga sem fram koma á vef stofnunarinnar, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Endurbirting upplýsinga á vefnum, hvort sem í heild eða hluta, er heimil sé heimildar getið. Á vefnum er stundum vísað á vefi stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Ef notandi heimsækir slíka vefi gilda þær reglur um öryggi notenda sem settar hafa verið af viðkomandi stofnun, félagasamtökum eða fyrirtæki. Ekki er borin ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika vefja utan Textílmiðstöðvar sem vísað er í.  Vísunin þýðir heldur ekki að við styðjum eða aðhyllust nokkuð sem þar kann að koma fram.

Persónuvernd
Textílmiðstöðvar Íslands meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Textílmiðstöðvar Íslands eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Textílmiðstöðvar og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila. Sjá nánar hér.