Viðhorf bænda til ullarinnar

Ýmis tækifæri liggja í notkun og meðhöndlun á ull, en hvað er viðhorf bænda til ullarinnar?
 
Skoðanakönnun á vegum Textílmiðstöðvar Íslands var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og sent út sumarið 2020. Þýði könnunarinnar samanstóð af þeim sauðfjárbúum sem skráð eru í Landssamtök sauðfjárbænda, alls 1080 býlum. Alls bárust svör frá 572 býlum eða 53% sauðfjárbúa. Niðurstöður eru afar áhugaverðar og sýna m.a. að stórt hlutfall svarenda hefur áhuga að fræðast meira um ull, meðferð ullar og einnig hvernig hægt er að auka verðmæti ullarinnar.
 
Við þökkum sauðfjárbændum fyrir þátttökuna og hvetjum alla áhugasama um ull og ullarvinnslu að nálgast hana hér á heimasíðu:
 

Skýrsla: Verðmæti Ullar 

Greinar sem tengjast ull og ullarvinnslu:

Eldri greinar: