Verkefni í vinnslu

Fabricademy 2022 

Shemakes 2021 - 2022: Textílmiðstöð er formlega hluti af @shemakes_eu hópnum sem styrkt er af ESB. Markmið þessa hóps er að styrkja kvenkyns frumkvöðla til þess að taka leiðandi hlutverk í að skapa sjálfbærari textíl-, tísku- og fataiðnað með því að veita þeim innblástur, hæfni og tengslanet. Að verkefninu kemur fjöldinn allur af stofnunum og fyrirtækjum sambærilegum TextílLabsins hjá okkur víðsvegar um Evrópu sem munu deila þekkingu og reynslu sinni til þess að ná þeim markmiðum. Frekar upplýsingar um Shemakes má finna á shemakes.eu

CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Það er ætlað til þriggja og hálfs árs. Að verkefninu standa 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kauphannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Stefnt er að því að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta. (Sjá nánari upplýsingar hér til hægri.) 

Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. Nú þegar hafa verið fest kaup á nýjum stafrænum vefstól, þæfingarvél, stafrænni prjónavél, laserskera, stafræn útsaumsvél og ýmsum fleiri tækjum. TextílLab á Blönduósi var formlega opnuð þann 21. maí 2021 í tengslum við HönnunarMars 2021. 

„Uppbygging TextílLabs og -Klasa á Norðurlandi vestra“: Textílmiðstöð Íslands hlaut styrk úr Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni til verkefnisins í samstarfi við SSNV, BioPol á Skagaströnd, FabLab Sauðárkróki og Ístex árið 2021. Tilgangur klasasamstarfsins að skapa öflugt vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Boðað er til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa í janúar 2022. Styrkurinn til verkefnisins er €61.000 / 9.000.000.-

,,Wool Walks and Workshops“: Textílmiðstöðin leiðir NORA verkefnið Woolwalks & Workshops sem er samstarfsverkefni við Færeyjar, Grænland, Noreg og Skotland um ferðamennsku tengda ull og allt sem henni viðkemur. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra ullar- og textílferðamennsku í þátttökulöndunum og auka með þeim hætti verðmæti ullar. NORA veitti verkefninu fullan styrk árið 2021 og svo aftur árið 2022. Árið 2021 fór í það að setja upp og gera tillögur að ferðapökkum í löndunum fjórum og í því sambandi að safna í gagnagrunn og kortleggja hagaðila tengda ull sem tekið gætu þátt og nytu góðs af verkefninu sem slíku. Ferðirnar eiga að byggjast á þekkingarmiðlun og fræðslu um allt sem viðkemur ull, ullarbúskap, ullarvinnslu, handverk, listsköpun úr ull, sögum tengdum ull o.s.frv. Þær eru settar upp í anda “slow tourism” og lögð áhersla á að gestir kynnist heimafólki og nærsamfélaginu í gegnum ullina. 

,,ALLURE”: Erasmus + samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu í tengslum við hönnun og textíl; menntamálaráðuneyti Galísíu á Spáni leiðir í samstarfi við stofnanir í Portúgal og Póllandi. Styrkurinn til Textílmiðstöðvarinnar er €74.000 / 11.606.900.-

Prjónagleði 2022: Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið á Blönduósi síðan 2016. Hún er haldin aðra helgina í júní árlega og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.