Um TextílLab

Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi, TextílLab á vegum Textílmiðstöðvarinnar, var formlega opnuð á Þverbraut 1 á Blönduósi þann 21. maí 2021. TextílLab er hluti af stóru Evrópuverkefni CENTRINNO sem Textílmiðstöð Íslands tók þátt í 2020 - 2024 og einnig fjármagnað með styrk úr Innviðasjóði, Lóu-nýsköpunarstyrkur á landsbyggðinni og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. 

Hvað er TextílLab?
TextílLab er rými sem er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna. 

Fyrir hvern? 
TextílLab er opið öllum og ekki þarf sérstaka reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðina. TextílLab hentar því handavinnufólki, völundur, fræðimönnum, listamönnum, nemendum, eða bara öllum sem hafa áhuga á að þróa verkefni eða vöru, gera tilraunir með efni. TextílLab er fyrst og fremst hugsað sem rými fyrir þróun hugmynda eða frumgerða. Ekki er hægt að vera með fjöldaframleiðslu. Greiða þarf sérstaklega fyrir efni. 

Hvernig nýti ég mér aðstöðuna?
Hægt er að senda fyrirspurn á umsjónarmaður TextílLabs: textilelab@textilmidstod.is til að skipuleggja heimsókn. Umsjónarmaðurinn sér einnig um kennslu á tækjunum og aðstoð við útfærslu verkefna. Ef um hópheimsókn er að ræða endilega látið vita fyrirfram. 

 #textilelabiceland