Samstarfsverkefni 2023

Tracks4Crafts 2023-2026: Samstarfsverkefni sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins. Að verkefninu standa 16 stofnanir, þar að meðal University of Antwerpen, University Paris I Panthéon-Sorbonne, Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe. Verkefnið snýst um að þróa nýjar viðskiptahugmyndir með frumkvöðlum og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. Vegna þess að þegar hefur verið unnið mjög vel heppnað hagnýtt rannsóknarverkefni í vefnaði hjá okkur (þar sem áherslan var einmitt á að tengja saman menningararfinn og stafræna tækni) var ákveðið að þáttur Textílmiðstöðvarinnar í rannsóknarþætti verkefnissins snéri að prjóni og útsaumi. Kick-Off fundur var haldinn í Antwerpen í lok mars 2023. Heimasíðu verkefnisins: www.tracks4crafts.eu/

FJÓLUBLÁR: Verkefnið Fjólublár er samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands, Biopol á Skagaströnd og Ístex. Markmið þess er að þróa sjálfbært litunarferli fyrir íslenska ull, með áherslu á framleiðslu fjólublás litarefnis úr bakteríunni Janthinobacterium lividum. Rannsóknir verkefnisins miða að því að bæta ræktunarskilyrði bakteríunnar til að hámarka litamyndun. Við það eru ýmis úrgangsefni nýtt sem næringargrunnur eða miðill til vaxtar, með það að markmiði að tryggja umhverfisvæna og sjálfbæra framleiðslu litarefna fyrir textíllitun. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði SSNV árið 2023 og var sýnt á Hönnunarsafni Íslands sem hluti af sýningarröðinni Heimsókn – Örverur á heimilinu, dagana 2. október til 17. nóvember 2024.

    

Fabricademy 2022-2023: Textílmiðstöðin gekk formlega til liðs við Fabricademy-netið árið 2022. Fabricademy – Textile and Technology Academy – er sex mánaða nám sem kannar tengsl stafrænnar framleiðslu, textíls og líffræði. Námið endurhugsa hvernig tækni mótar textíl- og fataiðnaðinn, með áherslu á þemu á borð við snjalltextíl, vistvæna hönnun, lífhönnun og nýstárleg efniviðarsköpun. Námið sameinar fyrirlestra frá alþjóðlegum sérfræðingum á netinu við verklega kennslu í staðbundnum smiðjum. Textílmiðstöðin hýsti námið frá september 2022 til apríl 2023. Nemendur nýttu aðstöðu í TextílLab miðstöðvarinnar og heimsóttu meðal annars Biopol í Skagaströnd, Ístex á Blönduósi, spunaverksmiðjuna í Mosfellsbæ og Fab Lab Sauðárkrókur. Lokaverkefnin voru sýnd á sýningunni "New Directions" á HönnunarMars 2023 í Bakkaskemmunni, Sjávarklasanum í Reykjavík. Verkefnin fjölluðu meðal annars um klæðanlega tækni fyrir hjartaheilsu, þangblásara og steypu úr lífhæfum postulínsefnum. Frekari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Fabricademy: textile-academy.org, og lokaverkefni þátttakenda vetrarins 2022/2023 má skoða hér:

Fabricademy 2022 | Icelandic Textile Center    

,,Wool in the North“ 2021 - 2023: Textílmiðstöð Íslands leiðir NORA-verkefnið Wool in the North, sem er samstarfsverkefni við Færeyjar (Búnaðarstovan), Grænland (Innovation South Greenland), Noreg (Sommerakademiet) og Skotland. Verkefnið snýst um ferðamennsku tengda ull og öllu sem henni viðkemur. Markmið þess er að þróa sjálfbæra ullar- og textílferðamennsku í þátttökulöndunum og með því auka verðmæti ullar. NORA veitti verkefninu fullan styrk árið 2021 og á ný árið 2022. Á árinu 2021 var lögð áhersla á að móta og þróa tillögur að ferðapökkum í löndunum fjórum, ásamt því að byggja upp gagnagrunn og kortleggja hagaðila tengda ullariðnaði sem gætu tekið þátt í verkefninu og notið góðs af því. Á árinu 2022 hittist samstarfshópurinn í Noregi, á Grænlandi og í Færeyjum. Ferðirnar eru byggðar upp með áherslu á þekkingarmiðlun og fræðslu um ull, ullarbúskap, handverk og sögu. Þær eru skipulagðar í anda slow tourism, þar sem áhersla er lögð á að gestir kynnist heimafólki og nærsamfélaginu í gegnum ullina og menninguna sem henni fylgir. Myndband um verkefnið, sem lauk árið 2023, má sjá hér. 

WOOL IN THE NORTH (a NORA project) - YouTube

,,Fiber Focus" 2023: Sommerakademiet og Textílmiðstöð Íslands hlutu styrk fyrir verkefnið “Fiber Focus - Wool as a shared Cultural heritage and Art” frá Kulturdirektoratet Norsk-islandsk kultursammarbejd. Síðan frá landnámi hafa bæði íbúar Noregs og Íslands verið bundin sterkum böndum. Sauðfé og ull er meðal annars þess sem löndin eiga sameiginlegt. Í verkefninu var unnið að því að kynnast því sem er sameiginlegt á sviði verkþekkingar í textíl og sögu landanna og deila þekkingu. Verkefnið byrjaði í lok mars 2023 með því að lista/handverksfólk og fræðimenn komu frá Noregi og deildu kunnáttu sinni. Í september 2023 fóru svo fræðimenn frá Íslandi til Noregs. 

,,Heldurðu Þræði" 2022-23: Háskóli Íslands, í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands, stóð fyrir nýsköpunarnámskeiði tengdu textílvinnslu á Íslandi, í tengslum við CENTRINNO-verkefnið. Námskeiðið var ætlað þeim sem vildu þróa viðskiptahugmynd, stofna eigin textíltengdan rekstur eða efla rekstrarþekkingu sína. Það var haldið bæði haustið 2022 og vorið 2023. Síðara námskeiðinu lauk 13. maí 2023 í TextílLabinu á Blönduósi. Skráðu voru 45 ólík verkefni alls staðar að af landinu og tóku 60 þátttakendur þátt. Sex verkefni kláruðu námskeiðið og kynntu sig fyrir dómnefnd. Þrjú þeirra hlutu sérstaka viðurkenningu:

  • Klæðaverslun Freyju Sjafnar: Verslun í Reykjavík með umhverfisvæn efni til saumaskapar – lífræn, endurunnin og íslensk þegar kostur er.
  • Pappírsmylan (Kristveig): Handgerð pappírsvörur úr íslenskum plöntum, svo sem hör, hampi og kerfli – náttúruleg og sjálfbær hráefni í nytjahluti og umbúðir.
  • Heyband (Raghildur Hemmert Sigurðardóttir): Þróun textíls úr polyethylen-þráðum úr heyböndum, blandað með ull til að skapa mýkra og endingarbetra efni.

 

CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tekur þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Þátttakendur voru 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kaupmannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Mílan. Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. TextílLab Textílmiðstöðvarinnar var formlega opnuð þann 21. maí 2021 í tengslum við HönnunarMars 2021. Myndband "Blönduós Pilot" má sjá hér á Youtube. Heimasíða verkefnisins: www.centrinno.eu

Prjónagleði 2023: Prjónagleðin - Iceland Knit Fest er árleg prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgi í júní, frá árinu 2016, á vegum Textílmiðstöðvar Íslands og samstarfsaðila. Markmið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa vettvang fyrir miðlun prjónasagna, hugmynda, aðferða og hefða – með gleðinni í fyrirrúmi. Hátíðin samanstendur af fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Markaðstorgið er stór hluti af hátíðinni, þar sem handlitarar, smáspunaverksmiðjur, handverksfólk og garnverslanir bjóða upp á fjölbreyttan varning. 

Prjónagleði - Nú er undirbúningurinn fyrir Prjónagleðina 2023 komin á fullt  skrið. Takið helgina 9. - 11. júní frá kæru vinir🧶 // We are busy  preparing for Iceland Knit Fest these days.