Tracks4Crafts er evrópskt samstarfsverkefni sem hlaut styrk úr Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins árið 2022. Að verkefninu koma 16 stofnanir víðs vegar að úr Evrópu, þar á meðal University of Antwerpen, University Paris I Panthéon-Sorbonne, Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe. Markmið verkefnisins er að tengja saman menningararf og stafræna tækni með því að þróa nýjar viðskiptahugmyndir í samstarfi við frumkvöðla á sviði handverks og hefðbundinnar framleiðslu. Vegna reynslu Textílmiðstöðvarinnar af vel heppnuðu rannsóknarverkefni í vefnaði – þar sem áhersla var einmitt lögð á tengingu menningararfs og stafrænna aðferða – var ákveðið að miðstöðin legði nú áherslu á rannsóknir tengdar prjóni og útsaumi innan Tracks4Crafts. Upphafsfundur verkefnisins var haldinn í Antwerpen í mars 2023 og vinnufundur í Flórens í nóvember sama ár.
Heimasíða verkefnisins: www.tracks4crafts.eu/