Textílmiðstöð Íslands
ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI
ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI
ÞEKKINGARSETUR Á BLÖNDUÓSI
Listamiðstöð er ætluð alþjóðlegum textíllistamönnum og sérfræðingum og tekur við umsóknum allt árið.
Boðið er upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu, aðgangi að fjarfundabúnaði og próftöku.
Textílmiðstöð starfar í fallegu og sögufrægu húsi, Kvennaskólanum á Blönduósi.
Nýsköpun í textíl
Textílmiðstöð Íslands verður í fyrsta sinn þátttakandi á HönnunarMars 2020, uppskeruhátíð í Reykjavík sem sameinar allar greinar íslenskrar hönnunar.
Meðal verkefna sem kynnt verða er ,,Nýsköpun í textíl", samstarfsverkefni Myndlistaskólans í Reykjavík og Textílmiðstöðvarinnar sem hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2019. Ragnheiður Stefánsdóttir, Sigríður Vala Vignisdóttir, Drífa Thoroddsen og Margrét Katrín Guttormsdóttir unnu með vefnaðarmunstur sem varðveitt eru í Kvennaskólanum á Blönduósi í þeim tilgangi að hanna úr þeim nýja vöru. Útfærslur þeirra voru kynntar í Myndlistaskólanum í Reykjavík í águst 2019.
F.v.: Sigríður Vala Vignisdóttir, Drífa Thoroddsen, Margrét Katrín Guttormsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir. Ljósmynd: Myndlistaskólinn í Reykjavík á Instagram.