Rannsóknir

Hjá Textílmiðstöðinni eru stundaðar öflugar rannsóknir.  Síðan 2016 hefur áherslan verið lögð á nýsköpun og stafrænan textíl. Meðal verkefna undanfarinna ára er Bridging Textiles to the Digital Future sem hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og skoðanakönnun um viðhorf bænda til ullarinnar. Textílmiðstöðin tekur einnig þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, en í því sambandi má nefna CENTRINNO sem hlaut styrk úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins (nánari upplýsingar hér) og Tracks4Crafts. 

Við erum ávallt að leita að nýjum tækifærum í rannsóknar- og þróunarverkefnum.