Tracks4Crafts

Tracks4Crafts 2023 - 2026: Samstarfsverkefni sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins. Heildarstyrk til Textílmiðstöðvarinnar er 32.000.000 milljónir. Að verkefninu standa 16 stofnanir, þar að meðal University of Antwerpen, University Paris I Panthéon-Sorbonne, Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe. Verkefnið snýst um að þróa nýjar viðskiptahugmyndir með frumkvöðlum og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. Vegna þess að þegar hefur verið unnið mjög vel heppnað hagnýtt rannsóknarverkefni í vefnaði hjá okkur (þar sem áherslan var einmitt á að tengja saman menningararfinn og stafræna tækni) var ákveðið að þáttur Textílmiðstöðvarinnar í rannsóknarþætti verkefnissins snéri að prjóni og útsaumi. Kick-Off fundur var haldinn í Antwerpen í lok mars og vinnufundur í Flórens í nóvember 2023.

Heimasíðu verkefnsins: https://tracks4crafts.eu/