Samstarfsverkefni 2024

CENTRINNO 2020 - 2024: Textílmiðstöð Íslands tók þátt í stóru Evrópuverkefni CENTRINNO, ásamt Háskóla Íslands. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Verkefnið hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins og hófst 1. september 2020. Þátttakendur voru 26 stofnanir og fyrirtæki í níu Evrópuborgum; þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kaupmannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Mílan. (Sjá nánari upplýsingar hér.) 

Í því samhengi hlaut Textílmiðstöð einnig styrk frá Innviðasjóði Rannís sumarið 2020 sem ætlaður er til uppbyggingar innviða til rannsókna á textíl, m.a. með tækjakaupum. Nú þegar hafa verið fest kaup á nýjum stafrænum vefstól, þæfingarvél, stafrænni prjónavél, laserskera, stafræn útsaumsvél og ýmsum fleiri tækjum. TextílLab Textílmiðstöðvarinnar var formlega opnuð þann 21. maí 2021 í tengslum við HönnunarMars 2021. Myndband "Blönduós Pilot" má sjá hér. www.centrinno.eu

Alþjóðlegt samstarfsverkefni og uppbygging textíls á Blönduósi |  Textílmiðstöð Íslands

,,ALLURE” 2021-2024: Textílmiðstöð Íslands tók þátt í Evrópuverkefninu ALLURE sem styrkt er af Erasmus+. ALLURE er nýsköpunarverkefni sem snýr að því að bæta aðgengi að menningarstöðum og -athöfnum til símenntunar. Í byrjun september 2022 kom starfshópur verkefnisins í heimsókn til okkar á Blönduós víðsvegar frá Evrópu; Póllandi, Spáni og Portúgal. Hluti verkefnis snýr að því að búa til snjallforrit fyrir menningarstofnanir til að nota sem eykur aðgengi allra að upplýsingum, þar er notast við þróaða tækni í aðgengismálum á borð við staðlaðar táknmyndir, lesblinduletur, texta á bakvið myndir fyrir vefþulu að lesa og margt fleira. Snjallforritið heitir CIMA og hvetjum við menningarstofnanir eða þá sem sinna einhverju viðburðarhaldi að prófa og birta upplýsingarnar á þessu einfalda og aðgengilega formi fyrir alla að lesa. CIMA snjallforritið má nálgast hér: http://cima.allureculture.eu/  

 Inicio     eu funded