Um Ós Textíllistamiðstöðina

Ós Textíllistamiðstöð hefur verið starfrækt í Kvennaskólanum síðan 2013. Ós er ætluð listafólki, fræðafólki og hönnuðum sem vinna með textíl. 

Hægt er að senda inn umsóknir allt árið (open call). Dvölin í listamiðstöðinni er að lágmarki einn mánuður en geta verið fleiri. Boðið er upp á gisti- og vinnuaðstöðu fyrir 8 - 12 einstaklinga.  Þar að auki er boðið upp á húsnæði við hliðina á Kvennaskólanum. 

Listafólkið greiðir fyrir dvölina. Innifalið er öll gisti- og vinnuaðstaða: eigið svefnherbergi, aðgengi að sameiginlegu eldhúsi, baðherbergi, stofu, þvottahúsi, sameiginlegu stúdíórými, vefnaðarlofti, litunarstúdiói og gallerí (sjá einnig vinnuaðstöðu og gjaldskrá). Listafólkið fær etv. kynningu á Minjastofu Kvennaskólans, Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og útsaumsverkefni Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, þar sem Vatnsdæla er sögð á refli. Árið 2016 gerðum við nokkrar skemmtilegar stuttmyndir um listamiðstöðina, starfsemi í Kvennaskólanum og svæðið. 

Hægt er að sækja um dvöl í listamiðstöðinni á netinu. Við samþykkjum umsóknir sem byggðar eru á reynslu, menntun og verkefnalýsingu frá umsækjendum. Hér á heimasíðu má finna umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um gögn sem þarf að senda með. Mikilvægt er að sækja um með góðum fyrirvara, t.d. 6 - 8 mánuðum. Það er þó líka alltaf hægt að sækja um hvenær sem er. Vinsamlegast athugið að aðgang að TEXTÍLLAB á Þverbrautinni og TC2 vefstóll er ekki innifalin og þarf að bóka sér.

SÝNINGAR UM ALLAN HEIM 

Þegar listafólk sem dvalið hefur í listamiðstöðinni yfirgefur Blönduós tekur oft við annarsamur tími við sýningarhald og áframhaldandi skapandi vinnu. Margir textíllistamenn eru menntaðir sem fatahönnuðir og vinna við eigin fatalínur. Hægt er að fylgjast með listamönnum sem hafa dvalið í listamiðstöðinni á Instagram, á heimasíðum þeirra eða í ,,Art Residency Catalog".