Þæfingarvél

Þæfingarvél

Þessi vél festir saman óspunna ull með því að stinga nálum í ullina þannig að hún loðir saman og úr verður efni. Ull hentar mjög vel sem hráefni til að vinna með í vélinni en hægt er að nota önnur mjúk efni og efnisafganga. Ullarþæfingarvélin er mjög hentug til að vinna efnisprufur sem og búa til einstök listaverk. 

Stærð vinnuflatar: 150 cm á breidd og eins langt og þú vilt!

Hafa í huga:

  • Það má alls ekki setja hörð efni í gegnum nálarnar þar sem þær brotna og stífla vélina
  • Öll efni þurfa að vera þurr sem  fara í gegnum nálarna þar sem blaut efni geta gefið raflost
  • Gæta þarf hendur þegar unnið er við vélina
  • prufur minni en 15x15 cm festast í vélinni