TC2 stafrænn vefstóll
Í TextílLab eru tveir TC2 stafrænir vefstólar. Vefstólarnir gefa nýja möguleika til nýsköpunar og rannsókna þar sem hægt er að vinna prufu sem síðar væri hægt að senda áfram í framleiðslu annarsstaðar. Þó svo að vefstóllin gera flest sjálfur þá þarf enn að vefa á hann, þetta býður upp á einstaka möguleika í prufugerðum þar sem auðvelt er að prófa mismunandi efni í ívaf. Stærri vefstóllin gefur fólki tækifæri á að vinna breiðari vefnað en færri þræði á hvern sentimetra. Hægt er að panta stólinn í tvær vikur eða mánuð. Við gerum kröfur um reynslu og þekking á stólnum og kunnáttu um að setja upp í hann án aðstoðar. Hægt er að senda inn umsókn hér.
Minni vefstóllin er meira fyrir efnisprufur þar sem fleiri módúlur eru í stólnum miðað við stærð sem gefur möguleika á fleiri þráðum á hvern sentimetra. Því gefur hann einstakt tækifæri á að vinna mun fínni vefnað s.s. heimilistextíl en stærri vefstóllin býður upp á. Hann er opinn þeim sem langar að vinna efnisprufur í þeirri uppistöðu sem er til staðar. Við gerum ekki eins reynslukröfur með þennan stól þar sem uppistaða er í honum alltaf og hægt er að fá leiðbeiningar við notkun.
Hafa í huga:
- Passa verður upp á að fara gætilega með vefstólana, þeir þurfa enga hörku heldur bara blíðu.
- Passa að slá ekki fast með sláborðinu þar sem það getur eyðilagt það.
- Passa að sláborðið fari ekki fram fyrir rauða strikið undir borðinu (sést þegar komið er að stólnum).
- Muna að slökkva á stól og tölvu þegar vinnu er lokið.
