Nanna Einarsdóttir

Nanna er rafmagnsverkfræðingur og hefur unnið við hugbúnaðargerð undanfarin ár en utan vinnutíma eiga prjónarnir allan hug hennar allan. Vorið 2020 sameinaði hún þessar tvær ástríður í vefsíðunni lykkjustund.is, þar sem prjónarar geta fengið aðstoð við prjónatengda útreikninga og framkallað grunnuppskriftir að prjónaflíkum sem aðlagast stærð og prjónfestu. Hægt erað nýta uppskriftirnar eins og þær eru, eða byggja sína eigin hönnun ofan á þær, en það síðarnefnda er einmitt sérlegt áhugamál Nönnu. Með tíð og tíma langar hana að bæta enn frekar við vefsíðuna til að gera skapandi prjón að raunhæfum möguleika fyrir alla prjónara, óháð reiknigetu.

nanna