- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Prjónagleði
- Vefverslun
Textílmiðstöð Íslands býður upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu með aðgengi að fjarfundabúnaði og próftöku í samstarfi við háskóla, framhaldsskóla og símenntunarstöðvar. Starfsmenn aðstoða nemendur ef þörf er á, sitja yfir prófum og hafa umsjón með námsveri í Kvennaskólanum.
Á Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Sveitarfélögin reka námsverin, hvert á sínu svæði. Í námsverinu í Kvennaskólanum er fjarfundabúnaður, FS háhraðanet, aðstaða til ljósritunar, prentunar og einnig kaffiaðstaða. Nemendur geta haft aðgang að námsverinu utan skrifstofutíma. Námsverin eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annara fjarnema. Námsver er staðsett í suðurenda hússins sem snýr að Heimilisiðnaðarsafninu.
Fleiri upplýsingar um námsver má finna á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is. Ef þú hefur í huga að taka fjarpróf í Kvennaskólanum og hefur ekki gert það áður, hafðu þá samband við skólann þinn. Einnig má hafa samband við Katharina A. Schneider ef spurninga vakna.