Námsver

Textílmiðstöð Íslands býður upp á aðstöðu fyrir háskólanám og fullorðinsfræðslu með aðgengi að fjarfundabúnaði og próftöku í samstarfi við háskóla, framhaldsskóla og símenntunarstöðvar. Starfsmenn aðstoða nemendur ef þörf er á, sitja yfir prófum (sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan) og hafa umsjón með námsveri í Kvennaskólanum. 

Á Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Sveitarfélögin reka námsverin, hvert á sínu svæði. Í námsverinu í Kvennaskólanum er fjarfundabúnaður, FS háhraðanet, aðstaða til ljósritunar, prentunar og einnig kaffiaðstaða. Nemendur geta haft aðgang að námsverinu utan skrifstofutíma. Námsverin eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annara fjarnema. Námsver er staðsett í suðurenda hússins sem snýr að Heimilisiðnaðarsafninu. 

Fleiri upplýsingar um námsver má finna á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is. Ef þú hefur í huga að taka fjarpróf í Kvennaskólanum og hefur ekki gert það áður, hafðu þá samband við skólann þinn. Einnig má hafa samband við Katharina A. Schneider ef spurninga vakna.


 Námsver í Kvennaskólanum. Ljósmynd: Textílmiðstöð. 

Ágætu háskólanemendur sem huga að próftöku hjá Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetri á Blönduósi:
Sú breyting hefur orðið að nú er tekið gjald fyrir hvert próf að upphæð 4000 krónur. Þetta er gert að höfðu samráði við samstarfsaðila okkar Farskólann miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Vinsamlegast millifærið og sendið tölvupóst á textilmidstod@textilmidstod.is þar sem nafn greiðanda kemur fram.

Reikningsnúmerið er 0307 13 127093 - kt. 460712 0410

Við viljum benda þeim próftökum sem eru að taka próf í Kvennaskólanum á að margþætt starfsemi er í húsinu og ekki alltaf hægt að tryggja að það sé enginn hljóð enda húsið gamalt og hljóðbært. Því viljum við biðja nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hávaða að taka með sér heyrnarhlífar til öryggis.