Minjastofur Kvennaskólans

Minjastofa Kvennaskólans var sett upp af félaginu Vinum Kvennaskólans. Tilgangurinn er að varðveita muni og sögu skólans sem starfaði á árunum 1879 - 1978. Um 3500 konur stunduðu nám við Kvennaskólann á Blönduósi.
Í baðstofunni eru varðveittir ýmsir munir frá skólanum og gjafir frá nemendum. Vefnaðarloftið er í sinni upprunalegu mynd og listafólkið sem dvelur í listamiðstöðinni vinnur á gömlu vefstólana. Á heimavistinni er Elínarstofa þar sem eitt herbergið hefur verið innréttað með munum Elínar Briem sem var forstöðukona skólans á fyrstu árum skólans.

Boðið er upp á leiðsögn um húsið og sýningarnar eftir samkomulagi. Hægt er að hafa samband við Vinum Kvennaskólans á Facebook

Ljósmynd: Róbert Daníel Jónsson.