Plast í hafinu

Mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu varðandi plastmengun. Þann 25. maí 2019 voru haldnar lista- og vísindasmiðjur á vegum Textílmiðstöðvarinnar og samstarfsaðila þar sem þátttakendur voru hvattir til að mæta í eina af fimm fjörum á Norðurlandi vestra, safna saman rusli og reisa vörður undir leiðsögn nemenda frá Listaháskóli Íslands og listamanna sem dvelja á svæðinu. Markmiðið með verkefninu var að auka þekkingu almennings á umhverfismálum og mengun hafsins. 

Í tengslum við verkefnið fengum við vísindamenn hjá BioPol á Skagaströnd, Karin Zech og James Kennedy, til að svara nokkrum spurningum um plastúrgang og mengun í sjónum. Eftirfarandi er það sem þau sögðu okkur:

Hvað er plast?

,,Plast er efni sem samanstendur af fjölmörgum lífrænum gerviefnum sem eru sveigjanleg og hægt er að móta í ýmsa hluti.  Örplast eru ýmsar tegundir af plastbrotum sem eru minni en fimm millimetrar á lengd."

Hvaðan kemur plastið í sjónum?

,,Plastið kemur að mestu frá landi. Plastið fýkur í ár og niðurföll sem liggja út í sjó. Fólk sturtar oft plasti niður í klósettið, litlum hlutum sem fljóta í gegnum síur og enda í sjónum. Plastið kemur einnig frá skipum, rusli er hent frá borði auk veiðarfæra sem týnst hafa eða verið skilin eftir. Samsetning á rusli fer eftir staðsetningu. Á Íslandi eru yfirgefin veiðarfæri í hærra hlutfalli en annarstaðar vegna góðrar stjórnunar á úrgangi á landi, íbúafjöldi er lítll en sjávarútvegur mikill.

Áhrif plasts í hafinu mæta litlum skilningi, sérstaklega það sem tengist örplasti. Það er vitað að mörg dýr festast í plasti og  telja plast vera fæðu, hinsvegar er það ekki vitað hvort þetta hafi orðið til fækkunar í dýrastofninum.

Sumar tegundir af plasti - Mýkingarefni í plastinu - eins og í PVC plasti (e. polyvinyl chloride) – geta smitast út í umhverfið og skaða dýrin í hafinu."

Hversu mikið plast er í sjónum?

,,Enginn veit það! Það eru einhverjar hugmyndir um magnið en það er mjög erfitt að meta það og við vitum ekki einu sinni hvert allt plastið fer þegar það lendir í sjónum. Til dæmis hveru mikið magn flýtur, hversu mikið sekkur á botninn, hve mikið leysist upp, hversu mikið grefst niður í jarðlögunum og hve mikið endar í fjörunum. Hinsvegar vitum við það að plastið sem endar í fjörunum er einungis lítið hlutfall afþví sem lendir í sjónum. Magnið í sjónum er líklega mælt í tugum míljóna tonna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru um átta miljónum tonna af plastúrgangi hent í sjóinn árlega. Þú gætir hafa heyrt ,,það verður meira um plast en fisk í sjónum árið 2050”. Þetta er hinsvegar ekki sátt, sjá meðfylgjandi grein - https://www.bbc.com/news/magazine-35562253"

Hvert er hlutverk Íslands þegar kemur að mengun í hafinu?

,,Það snýst allt um að setja gott fordæmi. Að halda úti góðu úrgangsstjórnunarkerfi, hafa eftirlit með hugsanlegum áhrifum og reyna að takast á við vandamálið er snýr að yfirgefnum veiðarfærum."

Afhverju er rusl á sumum stöðum en ekki á öðrum?

,,Það helgast af landslaginu í fjörunni og ríkjandi vindáttum og hafstraumum. Langar, breiðar, flatar fjörur í hagstæðri vindátt safna meira rusli en litlar fjörur þar sem ruslið skolar á land og skolar svo aftur út á haf. Þær fjörur á Norðurlandi vestra þar sem safnast saman mikið af rusli eru t.d. á norðaustur ströndinni á Skaga, Ströndunum(Í botni Hútafjarðar og að Hólmavík) og á norðausturströnd Vestfjarða." 

Hvað er plastúrgangsstjórnun?

,,Úrgangsstjórnun, eða skortur á úrgangsstjórnun er ein af helstu ástæðum plastmengunar.Hinar fullkomnu aðstæður eru að taka úrgang frá neytenda á urðunrarstað með eins litlum afföllum og mögulegt er. Sum lönd skorta algjörlega alla sorphirðun svo sorpinu er bara hent einhverstaðar á hentugan stað, stundum í ár sem fleyta ruslinu burt frá augum íbúanna, sem leiðir til þess að mikið af úrgangi safnast saman í náttúrúnni."

Hvert fer ruslið frá urðunarstöðunum?

,,Það fer eftir urðunarstöðunum. Í hinum vestræna heimi þar sem er góð úrgangsstjórnun, mun ruslið sitja þar í hundruði ára, án þess að breytast mikið. Í löndum þar sem lítil sem engin úrgangsstjórnun á sér stað, getur ruslið bara fokið í vindinum og endar þá einhverstaðar í náttúrunni."

Er mögulegt að endurvinna plast?

,,Já, en sumar tegundir af plasti eru meira endurvinnanlegar en aðrar. Framleiðendur auðvelda okkur þetta ekki, blanda saman mismunandi tegundum af plasti eða öðrum efnum í sömu voruna, sjá hér https://www.bbc.com/news/science-environment-39953209

Kostnaður er stór breyta í þessu, því það er oft ódýrara að búa til nýtt plast þar sem þú þarft að flokka úrgangsplast og senda það svo í endurvinnslu einhverstaðar. Mikið magn af plasti er einungis hægt að niðurvinna: það verður minna verðmætt og ekki eins nýtanlegt og upprunalega efnið."

Þurfum við plast?

,,Já. Plast er sterkt, létt og það er ekki margt sem kemur í stað þess. Heimurinn myndi vera töluvert öðruvísi án þess. Notkun plastpakkninga undir matvæli, sérstaklega ávöxtum og grænmeti, er oft á tímum réttlætanleg. Pakkningin heldur því fersku, lengir hillulífið og minkar úrgang, þetta lækkar kolefnisfótsporið í matnum okkar. Pakkningar á mat og drykkjum í plast getur einning minkað kolefnisútblástur þar sem minna eldneyti þarf í flutninginn. Plast mengun er minniháttar vandamál miðað við loftslagsbreytingar.

Það eru aðrir kostir í vinnslu, sem kallast lífrænt plast. Til þeirrar framleiðslu þarf land þar sem annars hefði verið framleiddur matur en þetta leiðir af sér neikvæð umhverfisáhrif þar sem við þurfum að breyta landi úr náttúrunni í landbúnað. Við erum samt ekki að segja að það sé ekki vandamál með ofpökkun, oftast til að láta hluti líta út meira aðlaðandi. Páskaegg eru t.d. gott dæmi um það. Einnota plast í nafni einfaldleika er oft vandamál. Örplastið sem finnst í mörgum snyrti- og hreinlætisvörum eru óþörf og eru gjarnan notuð til að leysa af hólmi sand til að minnka kostnað."

Hvað þarf fólk að vita um (plast) úrgang sem þau ekki vita?

,,Allir ættu að heimsækja urðunarstaðina í nágrenninu til að sjá hversu mikið magn af úrgangi er framleitt. Mikið af úrgangi er falinn, úrgangur sem verður til við matarframleiðslu og aðra framleiðslu. Hugsaðu um allt magnið af plasti sem fer í heyrúllur á Íslandi. Einu hlutirnir sem þú átt að sturta niður í klósettið er piss, kúkur og klósettpappír. Ekkert annað, ekki sturta niður blautþurrkum, dömubindum og túrtöppum, bleyjum, tannþráði og fleira. Það mun allt enda í sjónum."

Hafa fjörhreinsanir raunveruleg áhrif?

,,Lokatakmarkið er að koma í veg fyrir það að plast komist í hafið í upphafi, hreinunarátök geta haft áhrif. Hreinsun á plasti kemur í veg fyrir að þessir ákveðnu hlutir geri það að verkum að dýr festast í þeim eða enda í maganum á fuglum eða fiskum. Einnig getur plastið sem er hreinsað ekki brotnað niður í ör- og nanó plast sem getur haft viðbjóðsleg áhrif á umhverfið. Hreinunarátök eru einnig tækifæri til að auka þekkingu og vitund á vandamálum rusl í samfélaginu."

Áhugaverðir tenglar um efnið á ensku:

https://www.nationalgeographic.com/magazine/2018/06/the-journey-of-plastic-around-the-globe/

Grein um hvar varanlegt rusl sem flýtur endar: http://plasticadrift.org/?lat=63.5&lng=-20.8&center=4.4&startmon=jan&direction=fwd  

Mikið af plasti endar í stórum plasteyjum í sjónum þar sem hafstraumarnir gera það að verkum að allt sem flýtur safnast saman á einn stað. https://www.nationalgeographic.org/encyclopedia/ocean-gyre/