Útgefið efni - annað

Textílmiðstöð Íslands er samstarfsaðili stofnana og samtaka við útgáfu rita tengdum sérsviðum okkar. Við höfum tekið þátt í útgáfu tímarits The Iceview (2016 - 2018) og upplýsingabæklingsins Milli Fjalls og Fjöru á vegum Ferðamálafélags í A-Hún. Við þýddum einnig göngukort yfir svæðið á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu sem gefin voru út af Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2017. 

Árið 2016 gerðum við nokkrar skemmtilegar stuttmyndir um listamiðstöðina, Kvennaskólinn og Norðurland vestra. Síðan 2017 höfum við gefið út Art Residency Catalog, samantekt af ljósmyndum af listaverkum sem unnin eru í Ós Textíllistamiðstöðinni,  auk frásagna frá listamönnum. 
Það er birt rafrænt og gefur skemmtilega innsýn inn í þá athyglisverðu vinnu sem fer fram í Kvennaskólanum á Blönduósi.