Jóhanna Erla Pálmadóttir

 

Jóhanna Erla Pálmadóttir útskrifaðist sem textílkennari 1988 og hefur kennt tóvinnu og úrvinnslu á ull (prjón, hekl, þæfingu og myndvefnað) síðan 1991. Jóhanna hefur m.a. kennt í valgreininni Ullariðn hjá Bændaskólanum á Hvanneyri, síðar Landbúnaðarháskólanum. Einnig hefur hún kennt tóvinnu víða um land. 
Jóhanna er verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands, sinnir Ós Textíllistamiðstöð og  ýmsum verkefnum sem tengjast íslensku ullinni. 
Jóhanna er sauðfjárbóndi og vinnur að mestu úr sinni eigin ull.
 
johannaerla