Um Prjónagleðina - Iceland Knit Fest

Prjónagleðin er prjónahátið sem hefur verið haldin af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum síðan 2016. Hugmyndasmiður er Jóhanna E. Pálmadóttir, en það hefur lengi verið hennar hjartansmál að skapa vettvang fyrir prjónara hér á Íslandi og vekja athygli á hversu mikil hefð, menning og gleði liggur í prjóninu.  Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega prjónahátíð á Fanø í Danmörku.

Ákveðið hefur verið að fresta Prjónagleðinni 2020 til 2021, vegna Covid-19 faraldursins. 
Prjónagleðinni 2021 verður haldin frá 11. - 13. júní - takið helgina frá! 

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar) má sjá hér á heimasíðunni. 

Við sendum öllum prjónurum og áhugafólki um handverk okkar bestu óskir um góða heilsu og hlökkum til að sjá ykkur að ári! 

Prjónagleði er á

 

Prjónagleði

Prjónagleði 2017. Ljósmynd: Kerstin Lindström.