Um Prjónagleðina - Iceland Knit Fest

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið á Blönduósi síðan 2016. Prjónahátíðin á Fanø í Danmörku er fyrirmynd Prjónagleðinnar en sú hátíð hefur verið haldin árlega síðan 2005. 

Prjónagleðin á Íslandi er byggð upp á fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Glæsilegt markaðstorg er stór hluti af hátíðinni þar sem handlitarar, smáspunaverksmiður, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning selja fjölbreyttar freisingar fyrir prjónafólk.

Í tengslum við Prjónagleðina hefur ætíð verið haldin hönnunar- og prjónasamkeppni með ákveðnu þema sem útfært er í prjónlesi:

2016 Íslenska sauðkindin - spuna- og prjónakeppni
2017 Own our own time – prjónagjörningur
2018 Fullveldispeysa
2019 Hafið útfært í sjali
2020 Áin Blanda útfærð í húfu
2021 Áferð í náttúru Íslands útfærð í vesti
2022 Huldufólk samtímans
2023 Nýnot: Íslenska lopapeysu
2024 Jólahúfu (með raftextíl) 

Markmið hátíðarinnar hefur alltaf verið að sameina prjónafólk og draga það út úr einverunni með sitt áhugamál og áhersla hefur verið lögð á að skapa hlýlegan og áhugaverðan vettvang til þess að prjóna saman, deila reynslu, læra nýtt, og gamalt og njóta samveru með öðrum ástríðufullum prjónurum. Prjónagleðin er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Uppbyggingarsjóði.

Prjónagleði 2024 verður haldin 7. - 9. júní og er á

Facebook & Instagram