- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Prjónagleði
- Vefverslun
Verkefnið er að endurvinna íslenska lopapeysu og nota hana sem grunnefnivið í nýja nothæfa flík. Þemað er nýnot. Íslensku lopapeysurnar standa alltaf fyrir sínu sem slíkar en þegar þær slitna eða falla ekki lengur í kramið geta þær líka verið spennandi efniviður í nýja hönnun og öðruvísi flík. Íslensk lopapeysa er verndað afurðaheiti samkvæmt MAST og er skilgreind í keppninni á eftirfarandi hátt: Íslensk lopapeysa er handprjónuð í hring úr íslenskum lopa með munstruðu berustykki.
Reglur:
Dómnefnd velur 3 efstu sætin. Úrslitin verða kynnt og verðlaun afhent á Prjónagleðinni 2023 og verða verkin til sýnis á hátíðinni. Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist gefa glæsileg verðlaun!
Upplýsingar um skil:
Síðasti skiladagur er 15. maí 2023. Verkin skal merkja með dulnefni en nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu.
Senda skal fullunnið verk til:
Textílmiðstöðvar Íslands
bt. Svanhildar Pálsdóttur
Kvennaskólanum
540 Blönduósi
Móttakandi heitir fullum trúnaði við þátttakendur.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Pálsdóttir svana@textilmidstod.is