Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar

Textílmiðstöð Íslands kynnir;

Jólahúfuprjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2024

Verkefnið er að hanna og prjóna jólahúfu með raftextíl. Raftextíll er textíll og í þessu tilfelli húfa sem hefur stafræna íhluti, t.a.m. rafrásabúnað felldan eða saumaðann inn í efnið sem hefur tiltekna virki. (Stundum er talað um snjallflíkur eða e-textíl). Nánar verður auglýst síðar um ókeypis netnámskeið og hvar þátttakendur hafa aðgengi að leiðsögn!

Reglur:

  • Húfan skal vera prjónuð úr íslenskri ull.

  • Húfan skal hafa tilvísun í hefðbundið íslenskt handverk og jólahald.

  • Húfan skal hafa einhverskonar rafræna virkni.

  • Húfan getur verið á hvaða aldurshóp sem er.

  • Verkið er metið út frá frumleika, nýtingu raftextíls, handverki og með hvað hætti hún vísar til hefðbundins íslensks handverks og hefðir við jólahald.

  • Myndir af ferlinu og sagan á bak við hönnunina skulu fylgja með.

Upplýsingar um skil:

Síðasti skiladagur er 1. nóvember 2024.

Verkin skal merkja með dulnefni en nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. 

Senda skal fullunnið verk til:

Textílmiðstöðvar Íslands

bt. Elsu Arnardóttur

Kvennaskólanum 

540 Blönduósi

Móttakandi heitir fullum trúnaði við þátttakendur.

Þrjár húfur koma til með að vera verðlaunaðar. Úrslitin verða kynnt og verðlaun afhent 1. desember 2024!