Úrslit 2023

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar er fastur líður í hátíðinni. Árið 2023 áttu þatttakendur að endurnýta gamla lopapeysu og gera úr henni nýja nýtilega flík. Íslensk lopapeysa er verndað afurðaheiti samkvæmt MAST og er skilgreind í keppninni á eftirfarandi hátt: Íslensk lopapeysa er handprjónuð í hring úr íslenskum lopa með munstruðu berustykki.
 
Hér má sjá þau verk sem lentu í fyrstu þremur sætunum: 
 
1. sæti - Kolkrabbi,buxur eftir Ragnheiði Guðmundsdóttir.
 
2. sæti - Túlípanar eftir Sigríði Birnu Gunnarsdóttir.
 
3. sæti - Lauga eftir Aðalheiði Magnúsdóttir.
 
Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og þökkum öllum þeim sem tóku þátt!