Kristjana Björk Traustadóttir

Eftir að hafa lokið grunnnámi í textílkennaranum í HÍ fór ég til Helsinki og nam þar í eitt ár. Í Finnlandi féll ég fyrir orkeringunni og fleiri handverksaðferðum sem ég deili spennt með öllum þeim sem sýna hinn minnsta áhuga!
Fyrsta handavinnufræinu var sáð hjá mér árið 2010 þegar ég lærði að hekla. Það var svo í Finnlandi sem ég kolféll! Síðan ég var þar hef ég gert lítið annað en að fást við hina ýmsustu handavinnu. Ég vel yfirleitt náttúruleg efni til að vinna með og mér finnst litir einstaklega skemmtilegir.

Kristjana