Sigurlaug Hauksdóttir

Ég heiti Sigurlaug Hauksdóttir, bý á Dalvík með eiginmanni á eftirlaunum. Ég á þrjá syni, tvo sonarsyni og einn í bónus.
Ég hef prjónað frá því að ég var barn, raunar lærði ég að hekla fyrst og heklaði heila tískulínu fyrir Skippy dúkkuna mína. Ég prjónaði í fyrstu mest af fingrum fram, eða þangað til norskt garn og garnuppskriftir fór að fást í kaupfélaginu heima á Ísafirði, þá fór ég að prjóna tvíbanda af miklum móð. Þar sem ég á blessunarlega lata móður sem sagði mér að gera bara hlutina sjálf þá opnaði ég allar mínar peysur sjálf frá upphafi, setti í ermar og klippti niður hálsmál á norsku peysunum. Þær aðferðir sem ég nota koma víða að
og byggja einnig á þessari áratuga reynslu minni. Þá er ég nokkuð nýlega farin að skrifa niður uppskriftirnar mínar.

Sigurlaug