Gunnlaug Hannesdóttir

Gunnlaug Hannesdóttir er textílkennari og hefur kennt í grunnskóla í 34 ár.  Jafnframt því hefur hún haldið fjölda námskeiða fyrir fullorðna í t.d. bútasaum, prjóni, útsaum, pappírsgerð ofl. 

Helsta áhugamál Gunnlaugar auk handverksins er að miðla af reynslu sinni og þekkingu, og þykir henni fátt skemmtilegra en þegar nemendur hennar fara glaðir heim með verkefni sem unnið var undir hennar handleiðslu. Gunnlaug heldur úti Youtube rásinni Gunnhann brasar þar sem hún sýnir og segir frá handverkinu sínu og þar hefur hún einnig fengið fjölmargt hannyrðafólk í heimsókn og spjallað við það um handverk þess, hönnun og drifkraft.

gunnhann