Velkomin á Prjónagleðina 2023!

Kæra prjónafólk, verið öll hjartanlega velkomin á Prjónagleðina 2023 (9.-11. júní).

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega.  Markmið Prjónagleðinnar hefur frá uppaf verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika.

Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá 2023 koma á næstunni! 

Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar.