Velkomin á Prjónagleðina 2022!

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega.  Markmið Prjónagleðinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. 

Á prjónagleðinni er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra auk ýmissa viðburða sem allir tengjast prjónaskap og garni á einhvern hátt.  Á hátíðinni er markaðstorg þar sem m.a. handlitarar, garnframleiðendur, prjónaverslandir, handverksfólk og hönnuðir sýna og selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Í tengslum við hátíðina ár hvert er haldin hönnunar- og prjónasamkeppni, þar sem vegleg verðlaun eru í boði. 

Prjónagleðin 2022 verður haldin frá 10. - 12. júní - takið helgina frá!