Velkomin á Prjónagleðina 2024!

Kæra prjónafólk, við hlökkum til að sjá ykkur á Prjónagleðinni 7. - 9. júní 2024!

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega.  Markmið Prjónagleðinnar hefur frá uppafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. 

Textílmiðstöð tekur þátt í stóru samstarfsverkefni um þessar mundir sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins. Tracks4Crafts hófst í mars 2023 og snýst um að greina þarfir handverksfólks og þróa námskeið. Í verkefninu leggjum við hjá Textílmiðstöðinni sérstaka áherslu á að skoða prjón og útsaum á Íslandi og er Prjónagleðin í ár því hluti af Tracks4Crafts. Á námskeiðum munum við óska eftir að þátttakendur svari nokkrum spurningum, s.s. hvað er núverandi viðhorf til hefðbundins handverks og hver kenndi viðkomandi að prjóna. Vonumst við eftir góðum undantektum! 

Hér má finna vefverslun Prjónagleðinnar, þar er hægt að kaupa prjónaarmbönd og námskeið. Einnig verður hægt að kaupa sætaferð á Prjónagleðina. 

Vefverslun Prjónagleðinnar

Allar nánari upplýsingar veitir Svanhildur Pálsdóttir - svana@textilmidstod.is

  Laus störf á skrifstofu Húnabyggðar | Húnabyggð