Velkomin á Prjónagleðina 2023!

Kæra prjónafólk, verið öll hjartanlega velkomin á Prjónagleðina 2023 (9.-11. júní).

Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega.  Markmið Prjónagleðinnar hefur frá uppafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika.

Hér má finna vefverslun Prjónagleðinnar og þar er hægt að kaupa prjónaarmbönd, námskeið og sætaferð á Prjónagleðina.

Athugið að vefsölu líkur klukkan 23.59 fimmtudagskvöldið 8. júní.

Sala á námskeiðum og armböndum hefst svo aftur á föstudaginn 9. júní kl: 16 á Garntorginu.

Vefverslun Prjónagleðinnar

Og hér má finna dagskrá hátíðarinnar.

Dagskrá Prjónagleðinnar 2023

 

Á Garntorginu verður upplýsingabás Prjónagleðinnar og þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um hátíðina. Einnig verður starfsfólk í Kvennaskólanum á meðan á námskeiðum stendur og getur veitt upplýsingar. Eltið prjónaveifurnar um bæinn: staðsetningar viðburða á Prjónagleðinni verða merktir með prjónaveifum utanhúss. 

Njótið helgarinnar í gleði og garndýrð!

Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar.