Námskeið á íslensku

tvöfalt prjón
tvöfalt prjón

Tvöfalt prjón - Thelma Steimann

Á námskeiðinu mun Thelma fara yfir allar helstu grunnaðferðir fyrir tvöfalt prjón. Farið verður yfir hefðbundna uppfitjunar aðferð fyrir tvöfalt prjón, sem og tveggja lita ítalska uppfitjun. Unnið verður með tvo liti og hvernig er hægt að vinna með mynsturgerð í tvöföldu prjóni. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér tvöfalt prjón með 1 lit til að prjóna fald. Á námskeiðinu verður fitjað upp á litlum klút, sem hægt er að nýta sem tusku eða viskastykki. Þátttakendur fá efni til að vinna áfram og leika sér með aðferðirnar sem farið hefur verið yfir. 

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 9 - 12

Kennari: Thelma Steimann

Taka með: Þátttakendur verða að taka með sér í minnsta lagi 2-3 liti af bómullargarni fyrir prjónastærð 3 - 4 mm, 2x prjóna sem passa með garni eða hringprjóna, skæri og saumnál.

Tungumál: Íslenska 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
4 Í boði