Námskeið á íslensku

spuni
spuni

Spuni og tóvinna - Jóhanna Erla Pálmadóttir

Námskeiðið er ætlað byrjendum í spuna og þeim sem vilja rifja upp gamla takta í tóvinnu. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði er varðar ull og ullarvinnslu.  

  1. Farið yfir eiginleika ullar

  2. Sýndur munurinn á togi og þeli. 

  3. Sýnt hvernig á að taka ofan af ullinni

  4. Kennt að kemba ullina

  5. Kennt að spinna einband á rokk

  6. Kennt að tvinna band

  7. Kennt að ganga frá bandi til frekari nýtingar

Öll áhöld og efni verða á staðnum og spunnið er á Louet rokka sem ættaðir eru frá Hollandi en þeir hafa reynst vel fyrir byrjendur í spuna.

Eingöngu verður unnið með ullina sem er á staðnum. Hún er þvegin og tilbúin til notkunar.

Til viðmiðunar verður á fyrri hluta námskeiðsins farið yfir atriði frá 1 - 5 (af ofantöldu) og í seinni hlutanum verður farið yfir atriði 6 - 7 en að öðru leyti vinnur hver á sínum hraða. 

 Námskeiðið er 5 klst. langt.

 

Hvenær: Sunnudagur 9. júní - kl: 9 - 12 & 13.30 - 15.30

Kennari: Jóhanna Erla Pálmadóttir

Koma með: Allt efni er á staðnum.

Nauðsynleg kunnátta: Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp verklagið.

Tungumál: Íslenska 

 

Vörunúmer
Verð
19.500 kr.
5 Í boði