Námskeið á íslensku

Hannyrðasmiðja
Hannyrðasmiðja

Skapandi hannyrðasmiðja - Sigrún Hannyrðapönkari

Hvað þýðir það að vera skapandi manneskja?

Er það sama og að vera með rauða alpahúfu, hjólandi meðfram bökkum Signu með rauðvín og baguette í körfu? Eða er sú birtingarmynd einungis staðalmynd og klisja sem við sjáum á samfélagsmiðlum?

Sköpun, og að vera skapandi, er fjölbreytt hreyfiafl sem er hvorki staðlað né skilyrt. Að skapa krefst hvorki mikillar færni né mælanlegrar lokaafurðar. Getum við ekki bara leyft okkur að skapa ánægjunnar vegna og þarf allt að vera fallegt?

Á námskeiðinu fer Sigrún hannyrðapönkari í saumana á því við hvað það þýðir að vera skapandi í handavinnu og prjónaskap og saman skoðum við hvernig hægt er að virkja sköpunarkraftinn í okkar eigin hönnunar- og hugmyndavinnu.

Saman gerum við nokkrar léttar æfingar sem eru til þess fallnar að hreyfa við hugmyndum okkar um eigin sköpunarkraft og sleppum fram af okkur beislinu í skapandi flæði með tónlist og skynjunaræfingum. Þannig æfum við okkur að fara örlítið út fyrir þægindarammann án þess að pressa á okkur að performa fyrir framan aðra. Einnig skoðum við nokkrar aðferðir til að þróa okkar eigin leiðir í hönnunar- og hugmyndavinnu.

Síðast en ekki síst fá námskeiðsgestir að spreyta sig á að umbreyta gömlu prjónalesi, textíl og útsaumi eftir eigin hugmyndum. Allt hráefni er á staðnum, öllum að kostnaðarlausu, en gestir eru einnig hvattir til að koma með eigin handavinnu.

Engrar sérstakrar kunnáttu er krafist, allt sem þarf er áhugi og forvitnii

Hvenær: Laugardagur 8. júní kl: 9 - 12

Kennari: Sigrún Hannyrðapönkari

Taka með: Innifalið í námskeiðinu er taupoki úr endurunnum textíl, skissubók fyrir hugmyndavinnu og útsaumspakkning með endurnýttum textíl sem hægt er að nýta í hverskyns skapandi handavinnu. 

 Tungumál: Íslenska

 

 

Vörunúmer
Verð
12.900 kr.
9 Í boði